Innlent

Fréttamynd

Ker vill borga skaðabætur

"Við ætlum að hittast til frekari viðræðna," segir Vil­hjálm­ur H. Vilhjálmsson, lög­maður Reyk­ja­víkur­borgar um gang mála vegna skaðabótakröfu borgarinnar á hendur olíufélögunum. Fyrir skömmu rann út frestur sem borgin gaf félögunum þremur til að svara skaðabótakröfu sinni. Lögmenn hafa fyrir hönd Skeljungs og Olíss fundað með Vilhjálmi síðan þá, en Ker, sem á Esso, svaraði erindinu formlega. Vilhjálmur segir að í því svari hafi verið boðin fram ákveðin greiðsla, en tæpast í samræmi við kröfur borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast segja upp samningi við TR

"Það er einhugur meðal hjartasérfræðinga um að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins við óbreyttar aðstæður," segir Axel Sigurðsson, sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Á fundi hjartasérfræðinga fyrir helgi var meðal annars rædd sú staða sem komin er upp um einingakvóta sem samningur TR og sérfræðilækna kveður á um.

Innlent
Fréttamynd

Rækjuaflinn milljarði minni

Verðmæti rækjuaflans dróst saman um tæpan milljarð á fyrstu sjö mánuðum ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra, eða 66 prósent, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Íslands. Verðmæti síldaraflans jókst hins vegar um rúman milljarð, eða 76 prósent, og nam 2,5 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Til hagsbóta fyrir þolendur

Ríkislögreglustjóri hefur gefið út verklagsreglur um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála hjá lögreglu. Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn segir verklagsreglurnar helst til hagsbóta fyrir þolendur heimilisofbeldis. Einnig auðveldi þær skráningu á brotum sem flokkist undir heimilisofbeldi og valdi því að betri yfirsýn náist yfir þessa tegund brota.

Innlent
Fréttamynd

Funda með Sól um ræstingar

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, útilokar ekki að bærinn taki aftur við ræstingum í þeim stofnunum sem hafa verið í verkahring fyrirtækisins Sólar. Fyrirtækið sagði upp samningi sínum við Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku. "Þetta er svo nýtilkomið að engin ákvörðun hefur verið tekin í þessu máli," segir Lúðvík en hann mun eiga fund með forsvarsmönnum Sólar á morgun. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, vonast til að bærinn taki aftur við ræstingunum.

Innlent
Fréttamynd

Karlar í störf kvenna

Þar sem konur gengu út af vinnustöðum í dag, þurftu karlmennirnir að taka við. Félagsmálaráðherra, yfirmaður jafnréttismála, stóð símavaktina í ráðuneytinu. Ekki voru þó öll fyrirtæki á því að leyfa kvenkynsstarfsmönnum að sækja fundinn á Ingólfstorgi.

Innlent
Fréttamynd

2B ætla að höfða meiðyrðamál

Meiðyrðamál verður höfðað gegn formanni Rafiðnaðarsambandsins vegna orða hans um starfsmannaleiguna 2B. ASÍ krefst þess að lögreglurannsókn fari fram á starfsmannaleigunni, en stjórnendur hennar eru sagðir hvetja til þess að pólskir verkamenn séu barðir.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni á hátíðarhöldum

Um fjörutíu og fimm þúsund konur komu saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að knýja á um jafnan rétt kynjanna. Það er töluvert meira en var á kvennafrídaginn fyrir þrjátíu árum. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, er greinilega langt í land enn þá.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling

Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst hvort launaleynd eigi sér stoð í lögum

Ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum, sem fjölmörg fyrirtæki láta starfsmenn sína skrifa undir, vinnur gegn því að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Óljóst er þó hvort launaleynd á sér stoð í lögum og á það hefur enn ekki reynt hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

4,3 milljóna hagnaður Nýherja á fjórðungnum

Hagnaður Nýherja nam 4,3 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Það sem af er ári hefur félagið þá hagnast um 51,4 milljónir. Í uppgjöri félagsins kemur meðal annars fram að tekjur á fjórðungnum hafi verið 1366 milljónir króna sem er þriggja prósenta vöxtur frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 40 þúsund manns í miðbænum

Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust.

Innlent
Fréttamynd

Óslitin mannmergð

Miðbær Reykjavíkur er sneisafullur af fólki sem tekur nú þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Mannmergðin er þvílík að ef horft er frá horni Skólavörðustígs og Bankastrætis, bæði upp að Hallgrímskirkju og niður að Lækjartorgi, er mannmergðin algjörlega óslitin.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu starfsmenn til skoðunar

Verkalýðshreyfingin rannsakar nú kjör á milli 40 og 50 iðnaðar- og verkamanna sem eru víða hér á landi við störf á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Margt bendir til þess að sama sé uppi á teningnum hjá þeim starfsmönnum og hjá starfsmönnum fyrirtækisins við Kárahnjúka. ASÍ hyggst höfða mál á hendur starfsmannaleigunni.

Innlent
Fréttamynd

Miðbærinn að fyllast

Ljóst er að tugir þúsunda kvenna og karla ætla að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Miðbærinn er að fyllast af fólki og nú er hafin baráttuganga frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg.

Innlent
Fréttamynd

Vilja gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun

Vinstri grænir vilja að sálfræðiþjónusta og sjúkraþjálfun verði gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðsmál sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna í gær. Flokkurinn hafnar einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og segist ætla að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda um frekari einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þung umferð niður í miðbæ

Umferð niður í miðbæ er mjög þung þessar mínúturnar enda streyma konur þangað að taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins.

Innlent
Fréttamynd

Deildarstjóri fái miskabætur

Akureyrarbær verður að greiða deildarstjóra hjá bænum sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Maðurinn heldur jafnframt starfi sínu hjá bænum en hann og bæjaryfirvöld deildu um hvort hann ætti enn rétt á starfinu eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Settu innsigli á stofnanir og fyrirtæki

Óháður hópur ungra kvenna heimsótti í nótt stofnanir og fyrirtæki og setti innsigli á aðalinngang þeirra til þess að hvetja þau til að rjúfa það sem hópurinn nefnir innsiglað misrétti kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Kosið milli átta nafna

Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans.

Innlent
Fréttamynd

Féll til jarðar við vinnu

Maður féll hálfan þriðja metra aftur fyrir sig þar sem hann vann að byggingu stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól fyrr í dag. Maðurinn meiddist á baki og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en ekki var vitað að hversu mikil meiðsl hans voru.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði fanga þjáningarbætur

Fangi á Litla Hrauni á rétt á þjáningabótum úr hendi íslenska ríkisins vegna þess að hann fékk ekki rétta læknisaðstoð eftir líkamsárás, sem hann varð fyrir af samfanga sínum. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stemmningin afar góð fyrir kvennafrí

Edda Jónsdóttir, verkefnastjóri kvennafrídagsins, hefur staðið í ströngu undanfarna daga og vikur við undirbúning hátíðarinnar. Hún segir allt að verða klárt fyrir daginn og að stemmningin fyrir deginum sé afar góð.

Innlent
Fréttamynd

VG ekki fyrsti kvenfrelsisflokkurinn

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs misskilur kvenfrelsið ef hann telur flokk sinn geta slegið eignarrétti á hugtakið segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Búist við tugþúsundum í miðbæ Reykjavíkur

Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti eykst um 100 miljónir milli ára

Á fyrstu sjö mánuðum ársins var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 41,8 milljarðar króna samanborið við 41,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpar 100 milljónir, á verðlagi hvors árs fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Hvatt til notkunar strætisvagna í dag

Strætó hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem konur eru hvattar til að nýta sér almenningssamgöngur og taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna baráttuhátíðar kvenna í dag. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Átti hæsta boð í sex af átta lóðum

Eitt fyrirtæki átti hæsta tilboð í byggingarétt á sex af átta lóðum sem boðnar voru út undir atvinnurekstur í Norðlingaholti. Útboðið getur skilað Reykjavíkurborg og eignarhaldsfélaginu Rauðhóli hátt í hálfum milljarði króna.

Innlent