Innlent

Karlar í störf kvenna

Þar sem konur gengu út af vinnustöðum í dag, þurftu karlmennirnir að taka við. Félagsmálaráðherra, yfirmaður jafnréttismála, stóð símavaktina í ráðuneytinu. Ekki voru þó öll fyrirtæki á því að leyfa kvenkynsstarfsmönnum að sækja fundinn á Ingólfstorgi.

Þar var því ljóst að stafsemi færi úr víðast hvað úr skorðum allsstaðar ef karlar gengju ekki í störf kvenna. Forvígsimaður jafnréttismála, félagsmálaráðherra Árni Magnússon, lét ekki sitt eftir liggja og stóð vaktin í sínu ráðuneyti. Árni sagði að hann hefði þurft svolitla leiðsögn áður en símadömurnar hefðu farið á fundinn en honum hefði tekist að koma símtölum áleiðis og ekki fengið neinar kvartanir. Hann sagði það miður að ekki væri enn búið að útrýma launamismun milli kynjanna og það væri eitthvað sem allir þyrftu að hjálpast að við að útrýma.

Hjá verslunum Hans Petersen var það ekki vel sé að konur leggðu niður vinnu og hættu konur því ekki störfum þar. Ólafur Steinarsson, framkvæmdarstjóri Hans Petersen, staðfesti í samtali við Fréttastofuna að það væri ekki vel séð að konur færu frá störfum. Hann sagði að fyrirtækið hefði lagt mikið til jafnréttisbáráttunnar og meira að segja fengið jafnréttisverðlaun. Ólafur sagði að hann teldi ekki ástæðu til að loka búðum og gefa starfsfólki frí. Aðspurður sagði hann ekki mikinn launamun í fyrirtækinu.

Í sundlaugum borgarinnar lögðu konur niður vinnu og þar voru karlar einir. Þeir voru þó ekki naktir í laugunum þó konurnar væru engar þar nálægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×