Innlent

Fréttamynd

Sumarið eftir 10. bekk er áhættutími

Sumarið eftir 10. bekk fara daglegar reykingar unglinga úr 11,7% í 15,1%. Þá fer hlutfall þeirra sem höfðu orðið ölvaðir síðustu þrjátíu daga úr 26% í 53%. Þetta kom fram á kynningarfundi Lýðheilsustöðvar og Rannsóknar og greiningar í dag sem gerðu kannanir á nemendum í 10. bekk grunnskóla vorið 2004 og á sama árgangi nemenda í fyrsta bekk framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin tilbúin að greiða fyrir samningum

Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til samstarfs við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins um leiðir sem, auk aðgerða á vettvangi lífeyrissjóðanna sjálfra, draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni.

Innlent
Fréttamynd

Lést í vinnuslysi við álverið í Straumsvík

Maðurinn sem lést í vinnuslys á athafnasvæði álversins í Straumsvík í gær hét Róbert Þór Ragnarsson, fæddur 15. apríl 1966, til heimilis að Hveralind 6, Kópavogi. Hann lætur eftir sig sambýliskonu. Róbert var starfsmaður fyrirtækisins Stálafl Orkuiðnaður í Garðabæ. Rannsókn málsins stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Slysum erlendra ferðamanna fer fjölgandi

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúmlega helming á árunum 1993-2003. Slysatíðni erlendra ferðamanna eykst í samræmi við það og hefur tvöfaldast á undanförnu fimm ára tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Ágóði rokktónleika rennur til UNICEF

Alls söfnuðust hundrað þúsund krónur til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Rokkveislu sem nemendafélag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu stóð fyrir um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hlýindatímabili lokið í bili

Hlýindatímabilið er búið í bili og hitatölur eru aftur farnar að nálgast meðallag. Hiti var yfir meðallagi á Íslandi 31 mánuð í röð og árið 2003 var eitt hlýjasta ár sem mælst hefur hér á landi síðan um 1940.

Innlent
Fréttamynd

Nær til 65% heimila á Írlandi

Industria ehf. hefur samið við Magnet Networks á Írlandi um uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, síma og netsamskipti, byggðu á svokallaðri ADSL 2+ tækni. Samningurinn felur í sér tengingu við allt að sextíu og fimm prósent heimila á Írlandi og verður netið hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi.

Innlent
Fréttamynd

Þjófar gómaðir með matvæli og mikið af lausamunum

Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá þjófa í nótt þegar þeir voru að forða sér á bíl af innbrotsstað í Grafarholti, eftir að húsráðandi hafði komið að þeim. Þá voru þeir búnir að pakka niður nánast öllum lausamunum úr íbúðinni, meira að segja matvælum, í töskur, poka og fleiri ílát, og voru búnir að bera eitthvað út í bíl. Húsráðandinn náði númerinu á flóttabílnum, sem leiddi til handtökunnar.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni varð hærri í gær en nokkru sinni fyrr og var 4,753 stig við lokun markaðarins. Hún hefur hækkað um rösklega 41 prósent frá áramótum. Haldist þessi hækkun verður þetta fjórða árið í röð sem úrvalsvísitalan hækkar um yfir 40 prósent, en úrvalsvísitalan endurspeglar gengi 15 stærstu hlutafélaganna í kauphöllinni.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur sólarhringur til stefnu

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið bíða þess nú að fá fregnir af því hvað hafi verið ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun til að liðka fyrir vinnufriði í landinu. Nú er aðeins hálfur sólarhringur þar til verkalýðsfélög geta farið að segja upp samningum, náist samkomulag ekki í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þeir sem hafa slæma samvisku munu skjálfa

Ef einhverjir hafa slæma samvisku þá munu þeir skjálfa segir Jón Ólafsson athafnamaður, aðspurður hvort bók um hann, sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, muni valda pólitískum skjálfta.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að halda áfram loðdýraræktun

Blóðsjúkdómur í minkum hefur greinst á bæ í Skagafirði og skera þarf niður rúmlega þúsund dýr á bænum. Sjúkdómurinn greindist síðast árið 1996. Grunur leikur á smiti á öðrum bæ í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Knapi kjálkabrotnaði og brákaðist á hrygg

Hestamaður kjálkabrotnaði og brákaðist á hrygg þegar hann féll af hestbaki að Hólum í Hjaltadal í gær. Hann var fluttur á Landspítalann í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð og reyndust meiðsl á hrygg ekki eins alvarleg og óttast var.

Innlent
Fréttamynd

Fékk í sig 11 þúsund volta straum

Starfsmaður Rarik slasaðist alvarlega við vinnu sína uppi í háspennustaur í Blöndudal í gær þegar hann fékk í sig ellefu þúsund volta straum. Maðurinn skaðbrenndist á fæti þegar strauminn leiddi þar út en þrátt fyrir það tókst honum að komast hjálparlaust niður úr staurnum.

Innlent
Fréttamynd

Lenti undir bíl í Hveragerði

Heldur fór illa fyrir konu í Hveragerði í gær þegar hún steig út úr bíl sínum. Svo virðist sem hún hafi gleymt að setja bílinn í gír eða handbremsu og því fór bíllinn að renna. Konan reyndi þá að stöðva hann en það vildi ekki betur til en svo að hún lenti undir bílnum og rann hann að hluta til yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýnir á að ná samkomulagi

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar eru bjartsýnir á að ná samkomulagi í svonefndri forsendunefnd, eftir fundarhöld gærdagsins, sem stóðu fram á kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast dómsúrskurðar

Verjendur ákærðra í Baugsmálinu hafa krafist dómskúrskurðar þess efnis að sakborningar fái þegar í stað aðgang hjá Ríkislögreglustjóra að tölvugögnum sem fengin eru frá Jóni Gerald Sullenberger. Gögnin varða samskipti sakborninga og sakborninga og vitna.

Innlent
Fréttamynd

Sullenberger játar en er ekki ákærður

Verjendur í Baugsmálinu vilja að Ríkislögreglustjóri svari því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hafi ekki verið ákærður fyrir brot sem hann hafi gengist við. Embættið taldi sama brot duga til ákæru gegn þremur sakborninganna.

Innlent
Fréttamynd

Vísitalan aldrei verið hærri

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sló enn eitt metið í gær. Vísitalan endaði í 4.753 stigum, en fyrra met vísitölunnar var 4.748 stig. Vísitalan er samsett úr gengi fimmtán stærstu og veltumestu hlutafélaganna í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fengu tröllvaxna síld

Stærsta síld sem veiðst hefur við Íslandsstrendur í hálfa öld fannst í veiðarfærum Hákonar EA 148 á dögunum þegar skipið var að veiðum í Breiðamerkurdýpi. Eftir á að rannsaka síldina en Hreiðar Valtýsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, telur að um síld af norsk-íslenskum stofni sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Brot gegn mannréttindum og forræðishyggja hins opinbera

Mannréttindi eru brotin og forræðishyggja ríkir hjá hinu opinbera hvað varðar málefni transgender-fólks. Að minnsta kosti tíu Íslendingar hafa sótt um að fá að fara í aðgerð til leiðréttingar á kyni hér á landi en aðeins tveir hafa fengið að fara í og ljúka slíku meðferðarferli hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Dómari vill skýrar línur

Verjendur í Baugsmálinu telja dómsmálaráðherra vanhæfan sé raunin sú að Sigurður T. Magnússon, settur saksóknari í málinu, fari einnig með vald saksóknara í þeim hluta málsins sem enn er til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin leitar samstöðu um varnir

Lisa Kierans, stjórnarerindreki í bandaríska sendiráðinu, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um brottflutning varnarliðsins frá landinu. Halldór Ásgrímsson leitar víðtækrar samstöðu á Alþingi um varnarmál þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr ráðherra fær að fóta sig

Útvegsmenn hafa lagt til hliðar ráðagerðir um málshöfðun á hendur ríkinu vegna úthlutunar byggðakvóta. Magnús Kristinsson, fram­kvæm­da­stjóri útvegsfyrir­tækis­ins Bergs-Hugins í Vestmanna­eyjum, segir útvegsmenn ætla að bíða og sjá til hvað gerist áður en tekin verði ákvörðun um málshöfðun.

Innlent
Fréttamynd

Ræningi þegir um félaga og ránsfeng

Hilmar Ragnarsson, 43 ára gamall Reykvíkingur, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hilmar og óþekktur félagi hans réðust hettuklæddir inn í útibú Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í Hátúni 2 um klukkan 11:20 föstudaginn 9. janúar í fyrra. Þeir voru vopnaðir rörbútum, ógnuðu viðskiptavini bankans og starfsfólki og komust undan með 610 þúsund krónur sem aldrei hafa fundist.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að finna annað hús

"Ég hef það slæmt. Það gengur ekkert með húsið og ég get alveg eins keypt mér gám og búið í honum," segir Örn Ægir Óskarsson verkamaður, sem býr við Vesturgötu 16 í Hafnarfirði. Fyrr á þessu ári skemmdist hús Arnar á Vesturgötunni í sprengingum í tengslum við framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar í nágrenninu.

Innlent
Fréttamynd

Átti að sýna aðgæslu sjálfur

Tæplega 23 milljón króna skaðabótakröfu manns á fertugs­aldri hefur verið hafnað í Héraðsdómi Reykja­víkur. Maðurinn slasaðist þegar í hann slóst 1,2 tonna þungur stál­biti sem verið var að flytja með lyft­ara við bæ í Borgarnesi í október­ 2003.

Innlent