Innlent

Átti að sýna aðgæslu sjálfur

Tæplega 23 milljón króna skaðabótakröfu manns á fertugs­aldri hefur verið hafnað í Héraðsdómi Reykja­víkur. Maðurinn slasaðist þegar í hann slóst 1,2 tonna þungur stál­biti sem verið var að flytja með lyft­ara við bæ í Borgarnesi í október­ 2003.

Samkvæmt framburði læknis nam örorka mannsins vegna slyss­ins hundrað prósentum í tólf mánuði, en varanleg örorka samkvæmt skaða­bótalögum nam fjörutíu prósentum.

"Stefnandi tók þá ákvörðun að ganga að stálbitanum eftir að hann tók að sveiflast," segir í dómnum og var talið að gáleysi mannsins sjálfs hefði ráðið miklu um að svo fór sem fór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×