Innlent

Dómari vill skýrar línur

Verjendur í Baugsmálinu telja dómsmálaráðherra vanhæfan sé raunin sú að Sigurður T. Magnússon, settur saksóknari í málinu, fari einnig með vald saksóknara í þeim hluta málsins sem enn er til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Jón H.B. Snorrason saksóknari segist flytja málið í umboði ríkislögreglustjóra en settur saksóknari fari með málið ef á það reyni með einhverjum hætti. Efnismeðferð ákæranna átta, sem eftir standa í Baugsmálinu, var frestað í gær vegna ágreiningsins, en hann verður til lykta leiddur á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×