Innlent Hernaðarlegt gildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert! Hernaðargildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert. Henni ber að breyta í "volga stöð", herstöð þar sem nánast ekkert herlið er en sem hægt sé að nota verði þörf á. Þetta er ein af meginniðurstöðum bandarískrar nefndar sem fjallaði um breytingar á herstöðvum Bandaríkjanna erlendis. Innlent 26.11.2005 17:12 Brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög Stórlega er brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög í landinu, segir Sigurður Hólm Gunnarsson, talsmaður Siðmenntar sem vill fá sömu réttarstöðu og trúfélög líkt og gerist í Noregi. Lífsskoðunarfélög eru félagsskapur sem veita þá félagslegu þjónustu sem trúfélög veita, til að mynda borgaralegar fermingar og giftingar, en án trúarbragða. Innlent 26.11.2005 16:44 Forval VG í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson og Þorleifur Friðriksson börðust um fyrsta sætið í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi í dag, en kjörfundi lauk klukkan fjögur. Kosið var um fjögur efstu sætin en kosningarétt í forvalinu hafa fullgildir flokksmenn í VGK. Innlent 26.11.2005 16:15 Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum opnað í dag Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum á Laugavegi var opnað nú í hádeginu.Það var Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar sem það gerði. Húsið rúmar tæplega tvöhundruð bíla, en kostnaður við húsið er áætlaður tæplega sexhundruð milljónir króna. Bílastæðasjóður efnir nú til samkeppni um nafn á nýja bílahúsið að Laugavegi 86-94. Tillögum um nafn má skila til og með 23. desember 2005. Í verðlaun eru Miðborgargjafakort að verðmæti 50.000 krónur. Innlent 26.11.2005 15:59 Læknadóp, Evran og tíkin Sara Í Kompási annað kvöld, sunnudag 27. nóvember verður fjallað um læknadóp og sýnt fram á hve auðvelt er að nálgast pillurnar sem ganga kaupum og sölum á götunni. Þá verður ítarleg fréttaskýring um Evruna og loks fylgir Kompás tíkinni Söru í keisaraskurð á dýraspítalann í Víðidal. Stöð 2 26.11.2005 14:55 Flugmálafélag Íslands vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Félagsmenn í Flugmálafélagi Íslands segja óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu og enn fráleitara er að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Þetta kemur fram í samþykkt félagsins frá síðasta ársfundi. Þeir benda einnig á að þrátt fyrir að flugstarfsemi Reykjavíkurflugvallar taki nokkurt landrými þá sé þjónustan og starfsemin sem flugvöllurinn veitir nauðsynleg höfuðborgarsvæðinu og ekki síður landsbyggðinni. Innlent 26.11.2005 14:05 Stórflótti úr sjómannastéttinni hafinn Umræður á nýafstöðnu þingi Farmanna og fiskimannasambandsins voru nær eingöngu lagðar undir það alvarlega ástand sem ríkir í sjávarútvegi. Stærsta dýfan í sjávarútvegi til þess segir endurkjörinn forseti sambands Farmanna og fiskimanna. Innlent 26.11.2005 13:34 Sveiflaði hnífi í samkvæmi í Árbænum Karlmaður var handtekinn Í Árbænum í gærkvöldi þar sem hann veifaði hnífi innandyra í samkvæmi. Hann var í annarlegu ástandi og gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. Innlent 26.11.2005 12:06 Ölvaður ökumaður bakkaði á lögreglubíl Einn ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur grunaður um ölvunarakstur. Ekki þurfti að stöðva þann ökumann eða há við hann eltingarleik þar sem hann bakkaði í ógáti á lögreglubílinn. Við nánari athugun reyndist hann ölvaður. Innlent 26.11.2005 10:07 Bíll valt í Hvalfirði Bíll valt í Hvalfirði á þriðja tímanum í nótt. Bílinn var mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Fjórir farþegar voru í bílnum og sakaði engan. Innlent 26.11.2005 10:04 Hægt að spara í raforkukaupum Svo virðist sem lítil sem engin lækkun verði á raforku þegar samkeppni í sölu raforku til heimilanna verður gefin frjáls um áramót. Svigrúm til lækkunar er aðeins örfá prósent. Talið er að samkeppnin komi ekki fram í verðlækkunum fyrr en í fyrsta lagi árið 2007. Þó er hægt að spara með því að flytja viðskipti sín annað. Innlent 25.11.2005 22:24 Gæti veitt 25 manns atvinnu Athafnamenn í Vík í Mýrdal vinna að undirbúningi verksmiðju þar sem meðal annars yrði unnið byggingaefni úr Kötluvikri. Það eru eigendur jarðanna Hjörleifshöfða, Reynisbrekku og Höfðabrekku sem standa að þessu verkefni en rannsóknir á vikrinum gefa mjög góðar vísbendingar um að verksmiðja af þessu tagi verði arðbær. Innlent 25.11.2005 22:23 32.000 jólatré flutt til landsins Af þeim fjörutíu þúsund jólatrjám sem íslenskur markaður þarfnast fyrir hver jól koma átta þúsund úr íslenskum skógum. 32 þúsund tré eru innflutt og eru flest þeirra danskur Nordmannsþinur. Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins, segir jólatré háð tískusveiflum eins og annað. Innlent 25.11.2005 22:24 Hugleiða flutning til útlanda Hátæknifyrirtækið CCP er við það að gefast upp á rekstrarumhverfinu hér. Eyjan Mön hefur boðið fyrirtækinu aðstöðu. Víða reyna lönd að lokka til sín fyrirtæki í hátækniiðnaði. Í húfi eru 80 störf og milljarður í veltu. Innlent 25.11.2005 22:23 Kynbundið ofbeldi lítið rætt Palestínskar konur sem verða fyrir heimilisofbeldi greina sjaldan frá því. Rannsóknar- og þróunarsetrið Bisan í Palestínu vinnur að því að opna umræðuna um kynbundið ofbeldi í landinu. Innlent 25.11.2005 22:23 Færri bækur fyrir þessi jól Færri bækur eru gefnar út nú fyrir jólin en á sama tíma í fyrra. Í könnun sem Bókasamband Íslands gerði kemur fram að heildarfjöldi titla í Bókatíðindum er nú 608 en var 651 í fyrra. Innlent 25.11.2005 22:23 Handtekinn í Kringlunni Átján ára unglingur var handtekinn í Kringlunni seinnipartinn í gær (föstudag) þar sem hann fór um veifandi loftskammbyssu. Hann hafði einnig skotið stúlku í fótinn með plastkúlu. Hann var yfirheyrður og honum gert grein fyrir alvarleika málsins en lögreglan í Reykjavík segir að þar sé ekki tekið á því af neinni lindkind séu menn með einhverskonar skotvopn eða eftirlíkingar af slíku á almannafæri. Innlent 25.11.2005 22:24 Um 100 brot gegn börnum tilkynnt á þremur mánuðum Nær 100 tilkynningar um brot gegn börnum hafa borist til Neyðarlínunnar, 112, á tæplega þremur síðustu mánuðum. Einkum er um að ræða vanrækslu og ofbeldisbrot. Í sumum tilvikum hringja börnin sjálf. Neyðarlínan hefur kallað út lögreglu, sjúkrabifreið og lækni í einstökum tilvikum. Innlent 26.11.2005 01:55 Greiddi lækniskostnaðinn "Við förum eftir öllum stöðlum og þessi efni sem við notum hafa verið margrannsökuð og eiga ekki að geta verið hættuleg enda eru þau notuð í stórborgum úti um allan heim og hafa verið svo í 30 ár," segir Jón Guðni Kristinsson, eigandi Hreinsibíla. Innlent 25.11.2005 22:23 Ker vill kalla til matsmenn Ker, eignarhaldsfélag Esso, hefur farið fram á að dómkvaddir verði matsmenn til að meta ávinning félagsins af ólöglegu samráði olíufélaganna. Mál félagsins á hendur Samkeppniseftirlitinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Innlent 25.11.2005 22:24 DV stendur við fréttaflutning "Það stendur ekkert annað til en að standa við þessa frétt. Við eigum þetta allt á segulbandi," segir Jónas Kristjánsson, annar ritstjóra DV. Innlent 25.11.2005 22:24 Ríkið sýnir olíufélögunum linkind Stjórnarandstæðingar krefjast þess að fjármálaráðherra geri tafarlaust bótakröfu á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Ráðherrann segir að senn ljúki athugunum sem gætu orðið grundvöllur skaðabótakröfu. Innlent 25.11.2005 22:24 Næsti leikur eftir tvær vikur Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, lagði í gær fram greinargerð í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls hans og Jóns Ólafssonar athafnamanns. Hannes freistar þess að fá endurskoðaða fyrri ákvörðun héraðsdóms um að heimila aðför að honum vegna skaðabóta sem hann var úti í Bretlandi dæmdur til að greiða Jóni. Innlent 25.11.2005 22:23 Áríðandi að fá niðurstöðu Öryrkjabandalag Íslands sendir Úrskurðarnefnd almannatrygginga erindi á mánudaginn til að fá úr því skorið hvaða lög eigi að gilda um endurgreiðslu ofgreiddra örorkubóta og hvort niðurfelling á greiðslu bóta til um áttatíu öryrkja sé í lagi eða ekki. Innlent 25.11.2005 22:24 Vill málið tekið upp aftur "Á að svipta menn aleigunni fyrir að taka eðlilegan þátt í þjóðmálaumræðunni?" spurði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor á blaðamannafundi sem hann boðaði í gær. Hannes upplýsti að hann hefði leitað liðsinnis lögmanna í Bretlandi til að fá tekið þar upp aftur meiðyrðamál þar sem hann var dæmdur til að greiða Jóni Ólafssyni athafnamanni tólf milljónir króna í bætur. Innlent 25.11.2005 22:23 Hér og nú komið upp að Séð og heyrt Lestur Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Blaðsins er heldur minni en í síðustu fjölmiðlakönnun Gallup. DV bætir sig eitt dagblaða. Tímaritið Hér og nú mælist með 20 prósent í sinni fyrstu könnun, en Séð og heyrt er með 22,9 prósenta lestur. Innlent 25.11.2005 22:24 Bændur tryggja samkeppni "Steinþóri varð ekki kápan úr þessu klæðinu," sagði Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Hellu eftir hluthafafund þess í gær. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafði haft samband við hluthafa Sláturhússins og gert þeim tilboð í hluta þeirra. Innlent 25.11.2005 22:23 Nýtt hverfi rís Í gær undirrituðu landeigendur og bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu Helgafellshverfis í Mosfellsbæ. Þar verða byggðar rúmlega þúsund íbúðir, 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli. Einnig verður byggður grunnskóli, tveir leikskólar og fleiri þjónustubyggingar. Höfundur verðlaunatillögu um rammaskipulag Helgafellshverfis er Gylfi Guðjónsson, arkitekt. Innlent 25.11.2005 22:23 Tekist er á um framtíð Íbúðalánasjóðs Árni Magnússon segir að engar breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði í vetur. Landsfundur Sjálfstæðisflokks ályktaði að sjóðurinn ætti ekki að keppa við bankana á almennum markaði. Lánasýsla ríkisins og Íbúðalánasjóður kaupa. Innlent 25.11.2005 22:24 Herinn með rétta búnaðinn Eyðileggingin og hörmungarnar sem flóðbylgjan skildi eftir sig voru svo miklar að jafnvel öflug hjálparsamtök hefðu átt í erfiðleikum með að bjarga fólki þar fyrstu dagana. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mat ástandið svo að einungis her hefði verið í stakk búinn til að takast á við afleiðingarnar. Þetta segir Davíð Á. Gunnarsson, stjórnarmaður Alþjóðaheilbrigðiseftirlitsins (WHO) og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 25.11.2005 22:23 « ‹ ›
Hernaðarlegt gildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert! Hernaðargildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert. Henni ber að breyta í "volga stöð", herstöð þar sem nánast ekkert herlið er en sem hægt sé að nota verði þörf á. Þetta er ein af meginniðurstöðum bandarískrar nefndar sem fjallaði um breytingar á herstöðvum Bandaríkjanna erlendis. Innlent 26.11.2005 17:12
Brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög Stórlega er brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög í landinu, segir Sigurður Hólm Gunnarsson, talsmaður Siðmenntar sem vill fá sömu réttarstöðu og trúfélög líkt og gerist í Noregi. Lífsskoðunarfélög eru félagsskapur sem veita þá félagslegu þjónustu sem trúfélög veita, til að mynda borgaralegar fermingar og giftingar, en án trúarbragða. Innlent 26.11.2005 16:44
Forval VG í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson og Þorleifur Friðriksson börðust um fyrsta sætið í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi í dag, en kjörfundi lauk klukkan fjögur. Kosið var um fjögur efstu sætin en kosningarétt í forvalinu hafa fullgildir flokksmenn í VGK. Innlent 26.11.2005 16:15
Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum opnað í dag Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum á Laugavegi var opnað nú í hádeginu.Það var Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar sem það gerði. Húsið rúmar tæplega tvöhundruð bíla, en kostnaður við húsið er áætlaður tæplega sexhundruð milljónir króna. Bílastæðasjóður efnir nú til samkeppni um nafn á nýja bílahúsið að Laugavegi 86-94. Tillögum um nafn má skila til og með 23. desember 2005. Í verðlaun eru Miðborgargjafakort að verðmæti 50.000 krónur. Innlent 26.11.2005 15:59
Læknadóp, Evran og tíkin Sara Í Kompási annað kvöld, sunnudag 27. nóvember verður fjallað um læknadóp og sýnt fram á hve auðvelt er að nálgast pillurnar sem ganga kaupum og sölum á götunni. Þá verður ítarleg fréttaskýring um Evruna og loks fylgir Kompás tíkinni Söru í keisaraskurð á dýraspítalann í Víðidal. Stöð 2 26.11.2005 14:55
Flugmálafélag Íslands vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Félagsmenn í Flugmálafélagi Íslands segja óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu og enn fráleitara er að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Þetta kemur fram í samþykkt félagsins frá síðasta ársfundi. Þeir benda einnig á að þrátt fyrir að flugstarfsemi Reykjavíkurflugvallar taki nokkurt landrými þá sé þjónustan og starfsemin sem flugvöllurinn veitir nauðsynleg höfuðborgarsvæðinu og ekki síður landsbyggðinni. Innlent 26.11.2005 14:05
Stórflótti úr sjómannastéttinni hafinn Umræður á nýafstöðnu þingi Farmanna og fiskimannasambandsins voru nær eingöngu lagðar undir það alvarlega ástand sem ríkir í sjávarútvegi. Stærsta dýfan í sjávarútvegi til þess segir endurkjörinn forseti sambands Farmanna og fiskimanna. Innlent 26.11.2005 13:34
Sveiflaði hnífi í samkvæmi í Árbænum Karlmaður var handtekinn Í Árbænum í gærkvöldi þar sem hann veifaði hnífi innandyra í samkvæmi. Hann var í annarlegu ástandi og gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. Innlent 26.11.2005 12:06
Ölvaður ökumaður bakkaði á lögreglubíl Einn ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur grunaður um ölvunarakstur. Ekki þurfti að stöðva þann ökumann eða há við hann eltingarleik þar sem hann bakkaði í ógáti á lögreglubílinn. Við nánari athugun reyndist hann ölvaður. Innlent 26.11.2005 10:07
Bíll valt í Hvalfirði Bíll valt í Hvalfirði á þriðja tímanum í nótt. Bílinn var mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Fjórir farþegar voru í bílnum og sakaði engan. Innlent 26.11.2005 10:04
Hægt að spara í raforkukaupum Svo virðist sem lítil sem engin lækkun verði á raforku þegar samkeppni í sölu raforku til heimilanna verður gefin frjáls um áramót. Svigrúm til lækkunar er aðeins örfá prósent. Talið er að samkeppnin komi ekki fram í verðlækkunum fyrr en í fyrsta lagi árið 2007. Þó er hægt að spara með því að flytja viðskipti sín annað. Innlent 25.11.2005 22:24
Gæti veitt 25 manns atvinnu Athafnamenn í Vík í Mýrdal vinna að undirbúningi verksmiðju þar sem meðal annars yrði unnið byggingaefni úr Kötluvikri. Það eru eigendur jarðanna Hjörleifshöfða, Reynisbrekku og Höfðabrekku sem standa að þessu verkefni en rannsóknir á vikrinum gefa mjög góðar vísbendingar um að verksmiðja af þessu tagi verði arðbær. Innlent 25.11.2005 22:23
32.000 jólatré flutt til landsins Af þeim fjörutíu þúsund jólatrjám sem íslenskur markaður þarfnast fyrir hver jól koma átta þúsund úr íslenskum skógum. 32 þúsund tré eru innflutt og eru flest þeirra danskur Nordmannsþinur. Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins, segir jólatré háð tískusveiflum eins og annað. Innlent 25.11.2005 22:24
Hugleiða flutning til útlanda Hátæknifyrirtækið CCP er við það að gefast upp á rekstrarumhverfinu hér. Eyjan Mön hefur boðið fyrirtækinu aðstöðu. Víða reyna lönd að lokka til sín fyrirtæki í hátækniiðnaði. Í húfi eru 80 störf og milljarður í veltu. Innlent 25.11.2005 22:23
Kynbundið ofbeldi lítið rætt Palestínskar konur sem verða fyrir heimilisofbeldi greina sjaldan frá því. Rannsóknar- og þróunarsetrið Bisan í Palestínu vinnur að því að opna umræðuna um kynbundið ofbeldi í landinu. Innlent 25.11.2005 22:23
Færri bækur fyrir þessi jól Færri bækur eru gefnar út nú fyrir jólin en á sama tíma í fyrra. Í könnun sem Bókasamband Íslands gerði kemur fram að heildarfjöldi titla í Bókatíðindum er nú 608 en var 651 í fyrra. Innlent 25.11.2005 22:23
Handtekinn í Kringlunni Átján ára unglingur var handtekinn í Kringlunni seinnipartinn í gær (föstudag) þar sem hann fór um veifandi loftskammbyssu. Hann hafði einnig skotið stúlku í fótinn með plastkúlu. Hann var yfirheyrður og honum gert grein fyrir alvarleika málsins en lögreglan í Reykjavík segir að þar sé ekki tekið á því af neinni lindkind séu menn með einhverskonar skotvopn eða eftirlíkingar af slíku á almannafæri. Innlent 25.11.2005 22:24
Um 100 brot gegn börnum tilkynnt á þremur mánuðum Nær 100 tilkynningar um brot gegn börnum hafa borist til Neyðarlínunnar, 112, á tæplega þremur síðustu mánuðum. Einkum er um að ræða vanrækslu og ofbeldisbrot. Í sumum tilvikum hringja börnin sjálf. Neyðarlínan hefur kallað út lögreglu, sjúkrabifreið og lækni í einstökum tilvikum. Innlent 26.11.2005 01:55
Greiddi lækniskostnaðinn "Við förum eftir öllum stöðlum og þessi efni sem við notum hafa verið margrannsökuð og eiga ekki að geta verið hættuleg enda eru þau notuð í stórborgum úti um allan heim og hafa verið svo í 30 ár," segir Jón Guðni Kristinsson, eigandi Hreinsibíla. Innlent 25.11.2005 22:23
Ker vill kalla til matsmenn Ker, eignarhaldsfélag Esso, hefur farið fram á að dómkvaddir verði matsmenn til að meta ávinning félagsins af ólöglegu samráði olíufélaganna. Mál félagsins á hendur Samkeppniseftirlitinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Innlent 25.11.2005 22:24
DV stendur við fréttaflutning "Það stendur ekkert annað til en að standa við þessa frétt. Við eigum þetta allt á segulbandi," segir Jónas Kristjánsson, annar ritstjóra DV. Innlent 25.11.2005 22:24
Ríkið sýnir olíufélögunum linkind Stjórnarandstæðingar krefjast þess að fjármálaráðherra geri tafarlaust bótakröfu á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Ráðherrann segir að senn ljúki athugunum sem gætu orðið grundvöllur skaðabótakröfu. Innlent 25.11.2005 22:24
Næsti leikur eftir tvær vikur Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, lagði í gær fram greinargerð í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls hans og Jóns Ólafssonar athafnamanns. Hannes freistar þess að fá endurskoðaða fyrri ákvörðun héraðsdóms um að heimila aðför að honum vegna skaðabóta sem hann var úti í Bretlandi dæmdur til að greiða Jóni. Innlent 25.11.2005 22:23
Áríðandi að fá niðurstöðu Öryrkjabandalag Íslands sendir Úrskurðarnefnd almannatrygginga erindi á mánudaginn til að fá úr því skorið hvaða lög eigi að gilda um endurgreiðslu ofgreiddra örorkubóta og hvort niðurfelling á greiðslu bóta til um áttatíu öryrkja sé í lagi eða ekki. Innlent 25.11.2005 22:24
Vill málið tekið upp aftur "Á að svipta menn aleigunni fyrir að taka eðlilegan þátt í þjóðmálaumræðunni?" spurði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor á blaðamannafundi sem hann boðaði í gær. Hannes upplýsti að hann hefði leitað liðsinnis lögmanna í Bretlandi til að fá tekið þar upp aftur meiðyrðamál þar sem hann var dæmdur til að greiða Jóni Ólafssyni athafnamanni tólf milljónir króna í bætur. Innlent 25.11.2005 22:23
Hér og nú komið upp að Séð og heyrt Lestur Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Blaðsins er heldur minni en í síðustu fjölmiðlakönnun Gallup. DV bætir sig eitt dagblaða. Tímaritið Hér og nú mælist með 20 prósent í sinni fyrstu könnun, en Séð og heyrt er með 22,9 prósenta lestur. Innlent 25.11.2005 22:24
Bændur tryggja samkeppni "Steinþóri varð ekki kápan úr þessu klæðinu," sagði Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Hellu eftir hluthafafund þess í gær. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafði haft samband við hluthafa Sláturhússins og gert þeim tilboð í hluta þeirra. Innlent 25.11.2005 22:23
Nýtt hverfi rís Í gær undirrituðu landeigendur og bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu Helgafellshverfis í Mosfellsbæ. Þar verða byggðar rúmlega þúsund íbúðir, 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli. Einnig verður byggður grunnskóli, tveir leikskólar og fleiri þjónustubyggingar. Höfundur verðlaunatillögu um rammaskipulag Helgafellshverfis er Gylfi Guðjónsson, arkitekt. Innlent 25.11.2005 22:23
Tekist er á um framtíð Íbúðalánasjóðs Árni Magnússon segir að engar breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði í vetur. Landsfundur Sjálfstæðisflokks ályktaði að sjóðurinn ætti ekki að keppa við bankana á almennum markaði. Lánasýsla ríkisins og Íbúðalánasjóður kaupa. Innlent 25.11.2005 22:24
Herinn með rétta búnaðinn Eyðileggingin og hörmungarnar sem flóðbylgjan skildi eftir sig voru svo miklar að jafnvel öflug hjálparsamtök hefðu átt í erfiðleikum með að bjarga fólki þar fyrstu dagana. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mat ástandið svo að einungis her hefði verið í stakk búinn til að takast á við afleiðingarnar. Þetta segir Davíð Á. Gunnarsson, stjórnarmaður Alþjóðaheilbrigðiseftirlitsins (WHO) og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 25.11.2005 22:23