Innlent

Bændur tryggja samkeppni

"Steinþóri varð ekki kápan úr þessu klæðinu," sagði Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Hellu eftir hluthafafund þess í gær. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafði haft samband við hluthafa Sláturhússins og gert þeim tilboð í hluta þeirra.

"Það lítur út fyrir það að bændur hafi staðið saman og sárafáir hafi tekið þessum tilboðum svo Sláturfélagið jók hlut sinn varla nokkuð og því er útlit fyrir að samkeppnin fái áfram að blómstra," segir Þorgils Torfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×