Öryggis- og varnarmál

Fréttamynd

Stríð um Tævan?

Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi.

Umræðan
Fréttamynd

Flyg­ild­i fékk auk­ið fjár­magn til að þróa drón­a sem sinn­ir varn­ar­mál­um

Sprotafyrirtækið Flygildi, sem þróað hefur dróna sem flýgur eins og fugl og er eins í laginu, hefur lokið við 50 milljón króna hlutafjáraukningu frá fjársterkum einstaklingum. Á meðal fjárfesta eru InfoCapital, í eigu Reynis Grétarssonar, og Guðbjörg Eddu Eggertsdóttir, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Actavis. Nýta á fjármagnið til að efla vöruþróun og fjölga starfsmönnum um þrjá. Þegar hafa tveir starfsmenn verið ráðnir. Horft er til þess að selja fyrirtækið til stórs framleiðanda eftir tvö ár.

Innherji
Fréttamynd

Hæsti stiga­bíll landsins „al­gjör bylting“

Hæsti stigabíll landsins var tekin í notkun á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í haust. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er sá fyrsti sem nær upp í hæstu byggingar bæjarfélagsins. Slökkviliðsstjórinn segir tækið algjöra byltingu.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig Kína nær yfirráðum

Ekki má vanmeta hversu veigamikil ásókn Kína í áhrif á sviði alþjóðaviðskipta er. Þó svo að Kína sé ekki að ráðast inn í önnur lönd (ennþá), er metnaður landsins í uppbyggingu viðskiptatengsla um allan heim mikill, sem á endanum styður pólitísk áhrif. Sláandi er að horfa upp á hversu ólíkri leið Bandaríkin og Kína eru á um þessar mundir.

Umræðan
Fréttamynd

Norðurheimskautið hitnar

Hernaðarvæðing Norðurheimskautsins hefur verið marga áratugi í undirbúningi. Vesturlönd eru þó rétt að vakna til lífsins. Í nýlegri umfjöllun NATO segir að Rússland hafi getu til að hamla umsvifum bandalagsþjóða í Norðurhöfum á átakatímum. Í stefnumótun ESB vegna norðurslóða er engin boðleg nálgun í þessum efnum. Að vonast eftir því að átök um Norðurheimskautið hætti að sjálfu sér væri óskhyggja.

Umræðan
Fréttamynd

Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi

Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar

Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku.

Erlent
Fréttamynd

Hverju ætti ESB að bæta við?

Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða nær öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa

Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi

Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Þar eigum við heima

Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda.

Skoðun
Fréttamynd

Vetur nálgast og Pútín er að mistakast

Þar sem Pútín hefur misst alla raunverulega möguleika á að vinna hernaðarsigur, hefur hann nú gripið til þess að stöðva orkusölu til Evrópu í þeirri von að harður vetur á meginlandi Evrópu muni draga úr stuðningi við Úkraínu. Sú aðgerð felur í sér annan dómgreindarbrest ráðamanna í Kreml.

Umræðan
Fréttamynd

Ein­hugur um NATO

Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­málin varði mikil­væga hags­muni al­mennings

Samfylkingin hefur aftur sett Evrópumálin í forgang með því að setja á dagskrá Alþingis umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir málin varða mikilvæga hagsmuni almennings og fyrirtækja í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Evrópumálin ekki vera forgangsmál.

Innlent
Fréttamynd

Úkraínustríðið ekki veikt undirstöður varnarsamningsins við Bandaríkin

Ef hið ólíklega gerðist og stefndi í átök milli NATO og Rússlands yrði öryggi Íslands komið undir fælingarstefnu NATO og Bandaríkjanna, varnarsamningi Íslands við Bandaríkin og framkvæmd varnaráætlunar Bandaríkjahers fyrir landið. Úkraínustríðið hefur ekki haft neinar afleiðingar sem veikja þessar undirstöður íslenskra öryggis- og varnarmála.

Innherji
Fréttamynd

Telur söluna á Mílu skapa aukna njósna­hættu

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir sölu Símans á Mílu til fransks félags skapa njósnahættu. Full ástæða sé til að óttast að erlend njósnastarfsemi muni fylgja sölunni og huga þurfi því betur að öryggismálum.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði

Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir upp­byggingu á Langa­nesi fyrir NATO

Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar.

Innlent
Fréttamynd

NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu

Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu.

Erlent
Fréttamynd

Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða

Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO.

Erlent