Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 11:57 Yutong-rafstrætisvagnar sem Strætó keypti af kínverska framleiðandanum árið 2018. Norsk hliðstæða Strætó segir að framleiðandinn geti stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa með fjarstýringu frá Kína. Strætó Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Fjölmiðlar í Noregi hafa undanfarna daga sagt fréttir af niðurstöðum leynilegrar rannsóknar sem Ruter, samlagsfélag um almenningssamgöngur í Osló og nágrenni, gerði á öryggi strætisvagna sinna í sumar. Þegar tveir vagnar, einn framleiddur í Evrópu en hinn í Kína, voru teknir í sundur kom í ljós að framleiðandi kínverska vagnsins gat tekið hann yfir, þar á meðal stjórn á rafhlöðu og rafmagnsstýribúnaði. Þannig gæti framleiðandinn hugsanlega stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa. Framleiðandinn gæti þó ekki ekið vögnunum með fjarstýringu. Ætla að láta vinna áhættumat á rekstri vagnanna Almannasamgöngufyrirtækið lét samgönguráðuneyti Noregs vita af niðurstöðunum. Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra, segist ætla að láta vinna ítarlegt áhættumat á notkun almenningsvagna frá löndum sem Noregur á ekki í öryggissamstarfi við. Norska ríkisútvarpið segir að um það bil 1.350 kínverskir rafdrifnir almenningsvagnar séu skráðir í Noregi, þar af 850 af gerðinni Yutong sem voru rannsakaðir í sumar. Yutong-rafstrætisvagni ekið af stað frá Zhengzhou í Kína þar sem Yutong er með höfuðstöðvar sínar.Vísir/Getty Þegar 140 Yutong-vagnar voru teknir í notkun í Vesturlandi í Noregi í sumar furðaði öryggissérfræðingur frá skóla norska sjóhersins, sig á því að stjórnmálamenn neituðu að hlusta á viðvaranir sérfræðinga í öryggismálum. Um þrjátíu kínverskir rafstrætisvagnar á snærum Strætó Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur tæplega þrjátíu rafvagna samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fyrstu rafvagnarnir voru teknir í notkun árið 2018 en það voru vagnar frá Yutong. Yutong-vagnar Strætó eru nú fimmtán talsins en tólf til viðbótar eru frá kínverska framleiðandanum CRRC. Til viðbótar reka vertakar Strætó örfáa vagna af gerðinni Higer sem er einnig kínversk. Norskur sérfræðingur frá Háskólanum í Suðaustur-Noregi sem staddur var á Íslandi fyrr í þessum mánuði sagði fréttastofu Sýnar þá að kínverskur bíll sem er vinsælli í Noregi sendi gögn til Kína stöðugt, óháð því hvort hann væri í gangi eða ekki. Tilefni væri til að varast að erlend ríki gætu nýtt slíka tækni til njósna. Framleiðendur bílsins hefðu ekki verið hreinskilnir með hvert gögnin væru send. Þeir héldu því fram að þau væru geymd í Evrópu þrátt fyrir að þau væru raunverulega send til Kína. Noregur Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Strætó Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Fjölmiðlar í Noregi hafa undanfarna daga sagt fréttir af niðurstöðum leynilegrar rannsóknar sem Ruter, samlagsfélag um almenningssamgöngur í Osló og nágrenni, gerði á öryggi strætisvagna sinna í sumar. Þegar tveir vagnar, einn framleiddur í Evrópu en hinn í Kína, voru teknir í sundur kom í ljós að framleiðandi kínverska vagnsins gat tekið hann yfir, þar á meðal stjórn á rafhlöðu og rafmagnsstýribúnaði. Þannig gæti framleiðandinn hugsanlega stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa. Framleiðandinn gæti þó ekki ekið vögnunum með fjarstýringu. Ætla að láta vinna áhættumat á rekstri vagnanna Almannasamgöngufyrirtækið lét samgönguráðuneyti Noregs vita af niðurstöðunum. Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra, segist ætla að láta vinna ítarlegt áhættumat á notkun almenningsvagna frá löndum sem Noregur á ekki í öryggissamstarfi við. Norska ríkisútvarpið segir að um það bil 1.350 kínverskir rafdrifnir almenningsvagnar séu skráðir í Noregi, þar af 850 af gerðinni Yutong sem voru rannsakaðir í sumar. Yutong-rafstrætisvagni ekið af stað frá Zhengzhou í Kína þar sem Yutong er með höfuðstöðvar sínar.Vísir/Getty Þegar 140 Yutong-vagnar voru teknir í notkun í Vesturlandi í Noregi í sumar furðaði öryggissérfræðingur frá skóla norska sjóhersins, sig á því að stjórnmálamenn neituðu að hlusta á viðvaranir sérfræðinga í öryggismálum. Um þrjátíu kínverskir rafstrætisvagnar á snærum Strætó Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur tæplega þrjátíu rafvagna samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fyrstu rafvagnarnir voru teknir í notkun árið 2018 en það voru vagnar frá Yutong. Yutong-vagnar Strætó eru nú fimmtán talsins en tólf til viðbótar eru frá kínverska framleiðandanum CRRC. Til viðbótar reka vertakar Strætó örfáa vagna af gerðinni Higer sem er einnig kínversk. Norskur sérfræðingur frá Háskólanum í Suðaustur-Noregi sem staddur var á Íslandi fyrr í þessum mánuði sagði fréttastofu Sýnar þá að kínverskur bíll sem er vinsælli í Noregi sendi gögn til Kína stöðugt, óháð því hvort hann væri í gangi eða ekki. Tilefni væri til að varast að erlend ríki gætu nýtt slíka tækni til njósna. Framleiðendur bílsins hefðu ekki verið hreinskilnir með hvert gögnin væru send. Þeir héldu því fram að þau væru geymd í Evrópu þrátt fyrir að þau væru raunverulega send til Kína.
Noregur Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Strætó Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila