Sjúkraflutningar

Fréttamynd

Fjöru­tíu sjúkra­flutningar tengdir hóp­smitinu

Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær.

Innlent
Fréttamynd

Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna

Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ

Ekið var á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ laust fyrir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Kurr í sjúkra­flutninga­mönnum vegna for­gangs­röðunar í bólu­setningu

Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins.

Innlent
Fréttamynd

Breyta um lit á sjúkrabílum

25 nýir sjúkrabílar munu sjást á götum landsins síðar í sumar. Þeir verða ekki eins og Íslendingar eru vanir sjúkrabílum heldur verða þeir gulir og grænir og mun það kallast Battenburg merking.

Innlent
Fréttamynd

Co­vid-tengdum út­köllum fækkaði um helgina

Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum

Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hetjurnar í framlínunni

Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð.

Skoðun