Sjúkraþyrlur Atli Már Markússon skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar