17. júní

Fréttamynd

Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins

Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna.

Innlent
Fréttamynd

Landið sem tengir okkur saman

Hugtakið þjóðernishyggja má best útskýra þannig að samfélag fólks sem talar sama tungumál, hefur sömu menningu og býr á sama landsvæðinu skipar sér saman með formlegum hætti og lætur sig tilheyra sameiginlegu réttarkerfi með lögum sem sett eru af ríkisvaldi sem jafnframt hefur það hlutverk að halda utan um og vera í umboði fyrir viðkomandi samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Ólöf Nordal útnefnd borgarlistamaður

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Borgarlistamann Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Menning
Fréttamynd

Hátíðarhöld um allt land

Í dag fagna Íslendingar þjóðhátíðardegi sínum og fjölbreytt dagskrá verður um allt land. Dagskráin litast að nokkru leiti af þeim samkomutakmörkunum sem enn eru í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Lágstemmd hátíðarhöld á morgun

Hátíðarhöld verða lágstemmd í miðborginni á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til að forðast hópamyndanir. 

Innlent
Fréttamynd

Samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld

Forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með því hvernig opnun landamæranna tekst til og brugðist verði við með afgerandi hætti gerist þess þörf. Ráðherrann ávarpaði gesti á Austurvelli í dag en samkomutakmarkanir settu mark sitt á hátíðarhöld í tilefni af 17. júní um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Þríeykið fékk Fálkaorðuna

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag þríeykið svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðleg athöfn á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá um land allt

Hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardags Íslendinga verður með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem gengið hefur yfir undanfarna mánuði. Fjöldatakmarkanir munu setja svip sinn á daginn en víða hefur verið blásið til hverfishátíða og fólk hefur verið hvatt til að fagna deginum í faðmi nánustu vina og ættingja heima fyrir.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.