Ólafur Ragnar Grímsson

Fréttamynd

Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni

Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag.

Erlent
Fréttamynd

„Nú er síðasti séns, kæru vinir“

Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála.

Innlent
Fréttamynd

Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins

Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar og Michael Ca­ine leiddust í London

Slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að hinn 88 ára gamli, breski stórleikari Michael Caine hafi notið kvöldverðar í London í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að okkar fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var honum við hlið.

Lífið
Fréttamynd

Hefur drukkið kaffi með öllum forsetum lýðveldisins

Hin níutíu og tveggja ára prestsfrú Vigdís Jack hefur nú farið í kaffi til allra forseta lýðveldisins, eftir að Guðni Th. Jóhannesson bauð henni og fjölskyldu hennar heim í dag. Bæði sögðu þau það mikinn heiður að fá að hitta hvort annað.

Innlent
Fréttamynd

Samson kominn heim

Svo virðist sem að Samson, klón hundsins Sáms, sé kominn í faðm eigenda sinna, þeirra Dorrit Mouissaeff og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ólafur Ragnar greinir frá þessu á Twitter-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega

Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent.

Lífið