Ólafur Ragnar á hrós skilið Ástþór Magnússon skrifar 30. mars 2022 09:00 Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Ólafur Ragnar Grímsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar