Franski handboltinn

Fréttamynd

Grétar sá fjórði í efstu deild Frakklands

Nú er ljóst að hið minnsta fjórir íslenskir handboltamenn munu leika í efstu deild Frakklands á næstu leiktíð því markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur samið við nýliða Sélestat.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir

Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur Andrés yfir­gefur Montpelli­er

Ólafur Andrés Guðmundsson mun ekki leika með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Hann er einn fjögurra leikmanna liðsins sem fær ekki áframhaldandi samning hjá félaginu.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján Örn skoraði fjögur

Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk er PAUX Aix vann fjögurra marka sigur á Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján í liði ársins í Frakklandi

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson hlaut þann mikla heiður að vera valinn í úrvalslið frönsku 1. deildarinnar í handbolta vegna frammistöðu sinnar með PAUC í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

Grétar Ari og félagar úr leik

Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Nice eru úr leik í umspilinu um sæti í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Selestat í kvöld, 28-32.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján Örn skoraði þrjú er Aix fór áfram

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC Aix er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Cesson Rennes-Metropole í 16-liða úrslitum frösnku bikrakeppninnar í kvöld, 25-21.

Handbolti
Fréttamynd

„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“

Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar og félagar sóttu loksins stig

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy sóttu langþráð stig er liðið heimsótti Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-29, en Elvar og félagar sitja enn á botni deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur Kristjáns og félaga

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix unnu öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Saran í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 32-26.

Handbolti
Fréttamynd

Ráðist á leikmann PSG

Ráðist var á leikmann handboltaliðs Paris Saint-Germain í gærnótt í frönsku höfuðborginni. Leikmaðurinn er þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján Örn skoraði níu í öruggum sigri

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik í liði PAUC Aix er liðið vann öruggan sjö marka sigur gegn St. Raphael í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-25.

Handbolti