Handbolti

Kristján Örn skoraði fjögur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristján Örn skoraði fjögur mörk í kvöld.
Kristján Örn skoraði fjögur mörk í kvöld. Twitter@pauchandball

Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk er PAUX Aix vann fjögurra marka sigur á Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Fyrri hálfleikur í Toulouse var æsispennandi en á endanum voru það gestirnir sem leiddu með einu marki, staðan þá 15-16. Í síðari hálfleik náðu gestirnir betri tökum á leiknum og unnu á endanum fjögurra marka sigur, lokatölur 29-33.

Donni – eins og Kristján Örn er nær alltaf kallaður – var nýlega valinn í lið ársins í Frakklandi og heldur áfram að láta til sín taka. Hann skoraði fjögur mörk úr aðeins sex skotum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.