Handbolti

Kristján í liði ársins í Frakklandi

Sindri Sverrisson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson er í hópi frábærra, örvhentra skytta sem spila fyrir íslenska landsliðið.
Kristján Örn Kristjánsson er í hópi frábærra, örvhentra skytta sem spila fyrir íslenska landsliðið. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson hlaut þann mikla heiður að vera valinn í úrvalslið frönsku 1. deildarinnar í handbolta vegna frammistöðu sinnar með PAUC í vetur.

Kristján er í sinni stöðu sem hægri skytta í úrvalsliðinu og er einn af þremur leikmönnum PAUC í liðinu því þar eru einnig vinstri hornamaðurinn Matthieu Ong og franski landsliðsvarnarmaðurinn Karl Konan.

Kristján er í 13. sæti yfir markahæstu leikmenn frönsku deildarinnar í vetur en hann hefur skorað 135 mörk í 226 tilraunum. Hann er næstmarkahæstur hjá PAUC á eftir Ong sem skorað hefur 168 mörk.

PAUC er í 3. sæti frönsku deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir og er öruggt um að enda ekki neðar. Liðið er stigi á eftir Nantes sem á hins vegar þrjá leiki eftir. PSG hefur þegar tryggt sér franska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×