Handbolti

Kristján Örn næst markahæstur í sigri AIX á Dunkerque

Atli Arason skrifar
Kristján Örn, leikmaður AIX.
Kristján Örn, leikmaður AIX. Twitter@pauchandball

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður AIX, var næst markahæstur í 34-21 sigri AIX á Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristján skoraði sex mörk úr átta tilraunum en aðeins Gabriel Loesch, liðsfélagi Kristjáns, skoraði meira en hann gerði sjö mörk.

Sigur AIX var býsna sannfærandi en liðið leiddi frá þriðju mínútu og eftir því sem leið á leikinn jókst á forskot AIX, sem vann að lokum sannfærandi sigur.

AIX er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, 14 stigum á eftir toppliði PSG.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.