Handbolti

Kristján Örn markahæstur í sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður vallarins í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður vallarins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er PAUC vann öruggan fimm marka útisigur gegn Creteil í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-32.

Eftir erfiða byrjun á leiknum náðu Kristján og félagar vopnum sínum um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, staðan 11-15.

Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik þar sem gestirnir í PAUC náðu ekki að hrista heimamenn almennilega af sér. Á móti kom að heimamenn voru í raun aldrei nálægt því að brúa bilið og niðurstaðan varð því fimm marka sigur Kristjáns og félaga, 27-32.

PAUC er nú með tíu stig, líkt og fjögur önnur liðm eftir sjö leiki í deildinni. Liðið er tveimur stigum á eftir Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum hans í Nantes sem tróna á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×