Þetta var síðari leikur liðanna í fjórðungsúrslitum umspilsins, en fyrri leikurinn endaði með jafntefli, 25-25. Selastat hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og hélt heimamönnum í Nice í hæfilegri fjarlægð allan leikinn.
Selastat vann því einvígið samanlagt 57-53 og Grétar Ari og félagar hans eru á leið í sumarfrí. Grétar Ari varði átta skot í marki Nice og var því með tæplega 30 prósent markvörslu.