Sveitarstjórnarmál

Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi.

Málið er ást en ekki hjónaband segja Ölfusingar við Hvergerðinga
Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ölfuss hafa hafnað ósk Hvergerðinga um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.

SGS fordæmir hækkanir
Starfsgreinasambandið (SGS) fordæmir í yfirlýsingu gjaldskrárhækkanir sem víða eru boðaðar hjá sveitarfélögum.

Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins.

Sameining rædd á íbúafundi
Sameining sveitarfélaga verður rædd á íbúafundi í Húnavatnsskóla í Húnavatnshreppi næstkomandi fimmtudag.

Launakostnaður sá sami þrátt fyrir fækkun sveitarstjóra
Ekki er gert ráð fyrir sparnaði vegna launakostnaðar eftir að sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi gengur í gegn, jafnvel þótt sveitarstjórum og kjörnum fulltrúum fækki.

Spennandi að sjá hvernig til tekst með heimastjórnir
„Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart einingunni.“

Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl
Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum
Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.

Er fólk bara tölur?
Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur.

NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum
Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga.

Segir Gunnlaug og sveitarstjórn ekki hafa gengið í takt
Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir að rekja megi uppsögn sveitarstjórans Gunnlaugs A. Júlíussonar til þess skortur hafi verið á sameiginlegri sýn á ákveðin mál sem snúa að stjórnun og framtíðarsýn sveitarfélagsins.

Engin sameining nema með öllum
Ölfus hefur þegar hafnað boði Árborgar um viðræður og sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er hikandi.

Sveitarfélög LED-væða ljósastaura næstu árin
Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum.

Framtíðarfólk og afturhaldsseggir
Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar.

Sameining rædd á Suðurlandi
Tillaga oddvita Skaftárhrepps um að hafnar verði viðræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var samþykkt í sveitarstjórn.

Sameinaður Eyjafjörður
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir.

Hæstiréttur dæmdi sveitarfélögunum í vil í deilu við Starfsgreinasambandið
Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags.

Síðasti séns að senda inn umsögn um samgönguáætlun í dag
Frestur til að senda inn umsögn í samráðsgátt um uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun næstu fimmtán ára rennur út í dag.

Hamingjuóskir Austur - afhjúpun
Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi.