Sprengisandur

Fréttamynd

Brynjar þrá­spurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum.

Innlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Út­lendinga­mál, efna­hags­mál og konur í ný­sköpun

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um áform iðnaðarins á þessu ári, sem nefnt er ár grænnar iðnbyltingar. Hvað felst í þessu heiti, hverjir eru með og hvað ætla þeir sem eru með að gera?

Innlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Orku­málin, Rúss­land og Úkraína og verð­bólgu­horfur

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson byrjar á því að ræða við Eddu Sif Pind Aradóttur sem fer fyrir Carbfix verkefninu þar sem koltvísýringur er fangaður úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina. Verkefnið hefur vakið mikla athygli á heimsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Dómskerfið og kynferðisbrot, pólitík og Covid í Sprengisandi

Gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í dag munu ræða ýmis málefni sem snerta á landanum. Fyrstu gestir Kristjáns í dag eru þær Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður, og Dr. María Rún Bjarnadóttir. Báðar fluttu þær nýverið erindi á málþingi HR þar sem spurt var hvort réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi

Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri.

Innlent
Fréttamynd

Flutninga­mál, blóð­mera­hald, orku­mál og plast í Sví­þjóð

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Pál Hermannsson hagfræðing, sem er sérfróður um flutningamál og ætlar að fjalla um Sundahöfn og Sundabraut og færa rök fyrir milljarðasparnaði sem ná má með hagkvæmri útfærslu á hvoru tveggja.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um fjölgun opin­berra starfs­manna

Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri SA, ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar, á Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað er þetta svika­mylla“

Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Efna­hags­mál, kosningar og um­hverfis­mál í brenni­depli

Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur.

Innlent