
Kynferðisofbeldi

Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri
Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum.

„Ég er að reyna að draga úr tíðni þessara brota“ kvartar misskilinn Jón Steinar
„Þú talar alltof mikið,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þegar þau tókust á um kynferðisbrot í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Þetta var hreinasta helvíti“
Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin.

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri
Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.

Héraðsdómari telur að gjá hafi skapast í umræðu um kynferðisbrot
Héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík telur að ákveðin gjá hafi skapast í umræðunni um kynferðisbrot. Hún segir málin erfið og að umræðan skiptist í fylkingar - í staðinn fyrir að málin séu rædd á upplýstum grundvelli.

Framleiddu sýndarveruleika í réttarsal
Vinkonurnar Hafdís Sæland, Helga Margrét Ólafsdóttir og Edit Ómarsdóttir stofnuðu fyrirtækið Statum sem framleiðir vöruna Virtice sem er gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika notaður sem undirbúningur fyrir réttarhöld.

Sjö ára fangelsi fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu
Karlmaður búsettur hér á landi hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag og þyngdi dóm yfir manninum úr héraði um eitt ár.

Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi
Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.

Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu
Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu.

Rannsókn á hópnauðgunarmáli á lokastigi
Landsréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Suðurnesja þess efnis að tveir erlendir karlmenn, grunaðir um hópnauðgun gegn konu, skuli sitja áfram í farbanni. Rannsókn málsins er á lokastigi.

Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg
Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni.

Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni
Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi.

„Guðný er ekki sú eina“
„Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“

Helgi segist iðrast og biðst afsökunar
Lögfræðingurinn Helgi Jóhannesson segir að sér sé ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, móðgað og látið samferðafólki hans líða illa í návist hans. Hann biðst afsökunar á hegðun sinni og segist reiðubúinn til þess að hitta hvern þann sem hann hafi misgert við, til þess að ræða málin og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.

„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“
Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp.

Starfsmenn krefjast þess að forstjóri Activision Blizzard verði rekinn
Starfsmenn leikjarisans Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims, ætla að leggja niður störf á morgun. Þeir krefjast þess að Bobby Kotick, forstjóri fyrirtækisins til langs tíma, verði rekinn.

Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“
„Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Dæmdur íslenskur kynferðisbrotamaður grunaður um nauðgun í Hollandi
Íslenskur karlmaður er grunaður um frelsissviptingu og nauðgun gegn íslenskri konu í Hollandi. Brotið er sagt hafa átt sér stað í síðustu viku.

11.5 milljónir söfnuðust í FO herferð UN Women
„Ánægjulegt er að segja frá því að við erum í þann mund að fara senda 11.5 milljónir króna til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu,” segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Bein útsending: Helga Vala og Sigurbjörg ræða kynferðisofbeldi í Pallborðinu
Hávært ákall hefur verið um gagngerar breytingar í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisofbeldi.

Mendy ákærður fyrir tvær nauðganir í viðbót og sex alls
Saksóknari hefur staðfest að Benjamin Mendy, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, hafi verið ákærður fyrir tvær nauðganir í viðbót.

Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín
Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat.

Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi af öllum toga gagnvart sinni nánustu
Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi yfir fimm ára tímabili gegn þáverandi unnustu sinni og eiginkonu. Um er að ræða ítrekuð kynferðisbrot, fjölda líkamsárása og stórfelldar ærumeiðingar sömuleiðis. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Kínversk tennisstjarna horfin eftir að hafa sakað háttsettan embættismann um kynferðisofbeldi
Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai er horfin eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforsætisráðherra landsins, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi.

Sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni
Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans rannsakar nú málið og á meðan hefur ásökunum á hendur lækninum fjölgað.

Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi
Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana”
Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu.

„Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð“
Hart var tekist á í umræðu um kynferðisofbeldi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu málin.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp kynlíf í óleyfi
Karlmaður var í dag dæmdur til sextíu daga fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot, en fullnustu refsingar var frestað til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið, án samþykkis, myndir og myndbönd af sér stunda kynlíf með konu.

Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.