Óheppilegir atburðir Guðrún Brjánsdóttir skrifar 16. apríl 2022 15:01 Ég var tólf ára þegar Hrunið átti sér stað og þar af leiðandi nokkurn veginn á mörkum þess að vera fær um að átta mig á staðreyndum málsins. Enn man ég þó ýmislegt, til dæmis að fréttatímanum var varpað upp á skjá í matsalnum í skólanum svo að allir gætu fylgst með. Ég man að Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“ en ég skildi ekki alveg hvers vegna hann sagði það. Mér var ljóst að eitthvað mjög óeðlilegt hafði skeð og ég man eftir kvíðahnútnum sem tók að myndast í maganum þegar ég fylgdist með svipbrigðum fullorðna fólksins í kringum mig. Útskýringarnar sem ég fékk sem tólf ára barn voru einhvern veginn á þá leið að gráðugir karlar hefðu reynt að eignast meiri og meiri peninga þar til að allt sprakk í loft upp í höndunum á þeim og að bankar landsins hefðu þá hrunið og orðið gjaldþrota og að um það bil annar hver Íslendingur hefði þá líka hrunið og orðið gjaldþrota. Hver átti að svara fyrir þetta? Það sem mér fannst erfiðast að skilja var hvernig þetta gat gerst án þess að nokkur manneskja tæki ábyrgð á því. Ég spurði foreldra mína hvort það væru þá ekki þessir svokölluðu útrásarvíkingar sem ættu að fara í fangelsi, eða þá þeir sem stjórnuðu landinu þegar þetta gerðist, eða þeir sem sáu þetta gerast og gripu ekki inn í. Foreldrar mínir áttu ekki til svör við þessum spurningum og einhvern veginn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti bara að vera svo ofboðslega flókið. Það var greinilega enginn sem bar beinlínis ábyrgð á þessu, þetta gerðist bara. Mennirnir sem bröskuðu með peningana voru bara undir svo miklum áhrifum frá góðærinu og gleymdu sér hreinlega í allri stemningunni. Tíu árum síðar, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, var mér nauðgað. Það tók mig langan tíma, jafnvel nokkur ár, að átta mig á hver bæri ábyrgðina á því. Tímunum saman reyndi ég að finna útskýringar á því hvernig atburðurinn gat hafa átt sér stað; gerandinn hlyti að hafa misskilið aðstæðurnar, hann gæti ekki hafa ákveðið að beita ofbeldi meðvitað. Gerandinn hlyti einfaldlega að vera afurð allrar þeirra eitruðu karlmennsku og ofbeldismenning sem hann ólst upp í rétt eins og aðrir karlmenn í þessum heimi. Atburðir síðastliðinnar viku hafa vakið hjá mér ýmsar sérkennilegar minningar um atburðina sem áttu sér stað þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Á sama tíma og salan á Íslandsbanka er nýfarin í gegn og í ljós hefur komið hvernig að henni var staðið hefur skapast umræða um skaðsemi þess að slaufa mönnum sem beita ofbeldi og rætt er um hvernig þeir eigi að geta átt afturkvæmt í sviðsljósið. Allt í einu finnst mér þessi tvö málefni ekkert svo ótrúlega ólík – eða að minnsta kosti ekki hvernig unnið er úr þeim. Sömu mennirnir og áttu þátt í að setja landið á hausinn árið 2008 græddu á tá og fingri í gegnum nýyfirstaðna sölu á þjóðareigninni Íslandsbanka og ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist þykja það hið besta mál. Í síðastliðinni viku hefur að sama skapi verið bent á, við miklar og góðar undirtektir, að menn sem beita ofbeldi fái allt of harkalega meðferð í kjölfarið og að þeir séu beinlínis lagðir í einelti. Kannski er stóri lærdómurinn sem ég dreg af þessu öllu sá að meðvirkni er gríðarlega sterkt afl í íslensku samfélagi. Ég vildi að ég hefði vitað það þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Ef ég gæti farið aftur í tímann og hitt mig, tólf ára gamla og tuttugu og tveggja ára gamla, myndi ég líklega einbeita mér að því að koma eftirfarandi atriðum til skila: Menn sem græða á peningum annarra í gegnum vinasambönd eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Menn sem beita aðra ofbeldi eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Sagan endurtekur sig og fólk gleymir reiðinni alveg þar til að hún blossar aftur upp eins og risastórt graftarkýli sem hefur fengið að grassera undir húðinni. Síðan er sprengt á kýlið í dálitla stund þar til sárið lokast aftur og við gleymum óréttlætinu. Við stimplum óþægilega atburði fortíðarinnar sem óheppilega og gleymum því að það eru ákveðnir menn sem báru ábyrgð á þessum óheppilegu atburðum. Eftir allt saman eru þessir menn jú vinir okkar, synir, feður og frændur . Höfundur er meistaranemi í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var tólf ára þegar Hrunið átti sér stað og þar af leiðandi nokkurn veginn á mörkum þess að vera fær um að átta mig á staðreyndum málsins. Enn man ég þó ýmislegt, til dæmis að fréttatímanum var varpað upp á skjá í matsalnum í skólanum svo að allir gætu fylgst með. Ég man að Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“ en ég skildi ekki alveg hvers vegna hann sagði það. Mér var ljóst að eitthvað mjög óeðlilegt hafði skeð og ég man eftir kvíðahnútnum sem tók að myndast í maganum þegar ég fylgdist með svipbrigðum fullorðna fólksins í kringum mig. Útskýringarnar sem ég fékk sem tólf ára barn voru einhvern veginn á þá leið að gráðugir karlar hefðu reynt að eignast meiri og meiri peninga þar til að allt sprakk í loft upp í höndunum á þeim og að bankar landsins hefðu þá hrunið og orðið gjaldþrota og að um það bil annar hver Íslendingur hefði þá líka hrunið og orðið gjaldþrota. Hver átti að svara fyrir þetta? Það sem mér fannst erfiðast að skilja var hvernig þetta gat gerst án þess að nokkur manneskja tæki ábyrgð á því. Ég spurði foreldra mína hvort það væru þá ekki þessir svokölluðu útrásarvíkingar sem ættu að fara í fangelsi, eða þá þeir sem stjórnuðu landinu þegar þetta gerðist, eða þeir sem sáu þetta gerast og gripu ekki inn í. Foreldrar mínir áttu ekki til svör við þessum spurningum og einhvern veginn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti bara að vera svo ofboðslega flókið. Það var greinilega enginn sem bar beinlínis ábyrgð á þessu, þetta gerðist bara. Mennirnir sem bröskuðu með peningana voru bara undir svo miklum áhrifum frá góðærinu og gleymdu sér hreinlega í allri stemningunni. Tíu árum síðar, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, var mér nauðgað. Það tók mig langan tíma, jafnvel nokkur ár, að átta mig á hver bæri ábyrgðina á því. Tímunum saman reyndi ég að finna útskýringar á því hvernig atburðurinn gat hafa átt sér stað; gerandinn hlyti að hafa misskilið aðstæðurnar, hann gæti ekki hafa ákveðið að beita ofbeldi meðvitað. Gerandinn hlyti einfaldlega að vera afurð allrar þeirra eitruðu karlmennsku og ofbeldismenning sem hann ólst upp í rétt eins og aðrir karlmenn í þessum heimi. Atburðir síðastliðinnar viku hafa vakið hjá mér ýmsar sérkennilegar minningar um atburðina sem áttu sér stað þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Á sama tíma og salan á Íslandsbanka er nýfarin í gegn og í ljós hefur komið hvernig að henni var staðið hefur skapast umræða um skaðsemi þess að slaufa mönnum sem beita ofbeldi og rætt er um hvernig þeir eigi að geta átt afturkvæmt í sviðsljósið. Allt í einu finnst mér þessi tvö málefni ekkert svo ótrúlega ólík – eða að minnsta kosti ekki hvernig unnið er úr þeim. Sömu mennirnir og áttu þátt í að setja landið á hausinn árið 2008 græddu á tá og fingri í gegnum nýyfirstaðna sölu á þjóðareigninni Íslandsbanka og ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist þykja það hið besta mál. Í síðastliðinni viku hefur að sama skapi verið bent á, við miklar og góðar undirtektir, að menn sem beita ofbeldi fái allt of harkalega meðferð í kjölfarið og að þeir séu beinlínis lagðir í einelti. Kannski er stóri lærdómurinn sem ég dreg af þessu öllu sá að meðvirkni er gríðarlega sterkt afl í íslensku samfélagi. Ég vildi að ég hefði vitað það þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Ef ég gæti farið aftur í tímann og hitt mig, tólf ára gamla og tuttugu og tveggja ára gamla, myndi ég líklega einbeita mér að því að koma eftirfarandi atriðum til skila: Menn sem græða á peningum annarra í gegnum vinasambönd eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Menn sem beita aðra ofbeldi eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Sagan endurtekur sig og fólk gleymir reiðinni alveg þar til að hún blossar aftur upp eins og risastórt graftarkýli sem hefur fengið að grassera undir húðinni. Síðan er sprengt á kýlið í dálitla stund þar til sárið lokast aftur og við gleymum óréttlætinu. Við stimplum óþægilega atburði fortíðarinnar sem óheppilega og gleymum því að það eru ákveðnir menn sem báru ábyrgð á þessum óheppilegu atburðum. Eftir allt saman eru þessir menn jú vinir okkar, synir, feður og frændur . Höfundur er meistaranemi í íslenskum fræðum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun