Innflytjendamál

Fréttamynd

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þrá að komast í skóla á Íslandi

Tugir barna á flótta fylla leikherbergi Hjálpræðishersins flesta daga. Þar njóta þau þess að hitta jafnaldrana meðan þau bíða eftir því að komast í skóla en sumum finnst biðin frekar löng.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum að breyta stjórnun og skipu­lagi til að halda í rétta starfs­fólkið

„Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tví­tyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi?

Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál.

Skoðun
Fréttamynd

„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“

„Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Aukið álag vegna barna á flótta

Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja flytja Út­lendinga­stofnun til Reykja­nes­bæjar

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að starfsemi Útlendingastofnunar verði flutt til Reykjanesbæjar. Vilja þingmennirnir með þessu fjölga sérfræðistörfum og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu og segja að hentugt væri að hafa stofnunina staðsetta í nánd við Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Sláandi munur á færni leik­skóla­barna

Börn af annarri kyn­slóð inn­flytj­enda ná mun verri tökum á ís­lensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rann­sókn á vegum Há­skóla Ís­lands en vísinda­mennirnir segja stöðuna graf­alvar­lega og kalla eftir ís­lensku­kennslu í leik­skólum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska er að­gengis­mál!

Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Ég tala ekki gótt Ís­lensku

Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr).

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi fjár­festingar líf­eyris­sjóða í leigu­hús­næði

Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl. Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Konur af er­lendum upp­runa gagn­rýna um­mæli Sól­veigar Önnu harð­lega

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. 

Innlent
Fréttamynd

Segir orð Sól­veigar Önnu sýna hroka

Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar.

Innlent
Fréttamynd

„Alls ekki verið nóg gert“

Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Horfa þurfi á tæki­færin og mögu­leikana sem felist í því að taka á móti er­lendu vinnu­afli

Til skoðunar er að einfalda fólki utan evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað að vinna að sögn félagsmálaráðherra. Vonandi sé hægt að stíga mikilvæg skref í þá áttina á næstu misserum en of snemmt sé að segja til um mögulegt frumvarp. Mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti og vinna þurfi gegn því að hér verði tvær þjóðir.

Innlent
Fréttamynd

„Íslenska ríkið er gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt“

Lina Elisabet Hallberg er Svíi sem ólst upp í Sviss en flutti til Íslands árið 2016. Lina starfar sem tannlæknir á Íslandi en þurfti á sínum tíma að minnka verulega við sig í starfi, þar sem hún vildi klára að læra íslensku. Eina leiðin sem hún mat færa var að fara beinlínis í háskólanám, þar sem aðra valkosti skorti.

Innlent
Fréttamynd

Segir nauð­syn­legt að efla ís­lensku­kennslu fyrir inn­flytj­endur

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli.

Innlent
Fréttamynd

Úkraínu­mönnum hér á landi fjölgað um 564 prósent

Alls voru 60.171 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 8. ágúst síðastliðinn. Þeim hefur fjölgað um 5.192 frá 1. desember síðastliðnum. Þar munar mestu um 1.588 úkraínumenn sem hér búa en það er fjölgun um 1.349 prósent frá 1. desember.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólanemum með erlendan bakgrunn fjölgar

Alls voru tæplega 47 þúsund nemendur í grunnskólum landsins haustið 2021 og hafa þeir aldrei verið svo margir áður. Grunnskólanemum fjölgaði um 171 á milli ára en samkvæmt Hagstofu er skýringin aðallega sú að nemendum fjölgar sem flytja hingað til lands erlendis frá.

Innlent
Fréttamynd

Er ein­hver skortur á bjánum hjá ríkis­sak­sóknara?

Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi.Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best

„Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ís­­­lendingar of ó­þolin­móðir gagn­vart er­­lendum hreim

Prófessor í ís­lensku hvetur Ís­lendinga til að sýna út­lendingum sem tala ó­full­komna ís­lensku eða ís­lensku með sterkum hreim þolin­mæði. Hann var á­nægður með á­varp fjall­konunnar í ár sem flutti ís­lenskt ljóð á þjóð­há­tíðar­daginn með sterkum pólskum hreim.

Innlent