Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar 5. maí 2025 10:30 Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar