Vegan

Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland
Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar.

Er framtíðin vegan?
Hvað er veganismi? Veganismi snýst um að forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu. Öll sú matvara sem ekki kemur frá dýri eða er prófuð á dýrum er því vegan. Eins og segir í laginu “gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna/Krækiber og kartöflur, og kálblöð og hrámeti.”

Loka Jömm í Kringlunni og leita upprunans
Í dag er seinasti opnunardagur veitingastaðar Jömm í Kringlunni. Í samtali við Vísi segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi Jömm, að þau stefni á að fara „back to basics“.

Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið
Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann.

Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?
Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn.

Verksmiðjubúskapur, er það framtíðin?
Nú er Veganúar hálfnaður og margir hafa verið að skoða sig um og pælt afhverju við mannfólk borðum dýrafurðir? Þarf mannfólk dýrafurði að halda til þess að lifa heilbrigðu lífi? Erum við á Íslandi miklu skárri en önnur lönd þegar kemur að slátrun og búskap dýra?

Villtur Veganúar á Pizzan.is
Wild wild Vegan og Happýroni rjúka út hjá Pizzan.is

Hvers vegan ekki?
Veganúar er viðburður, eða áskorun, sem haldinn er í janúarmánuði ár hvert og hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Samtök grænkera á Íslandi hafa staðið fyrir þessari áskorun síðan 2016 og er þetta því í sjöunda sinn sem við höldum hana hérlendis.

Grænkera skorti ekkert á jólum
Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni?

Vesen um veganjól ekkert miðað við áður
Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin.

Veganistar svara Þorbjörgu og bjóða henni á CrossFit æfingu
Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum.

Gera dauðaleit að samlokum sem sigla undir fölsku flaggi
Grænkera nokkrum brá heldur betur í brún þegar hann tók eftir því að Júmbó-samlokur, sem hann hafði keypt, reyndust vera fullar af kjúklingi. Þær voru nefnilega merktar með vegan-límmiða í versluninni.

Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum
Samtök grænkera á Íslandi sendu í desember síðastliðnum áskorun til sveitarfélaga landsins varðandi framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Undirtektir við henni voru dræmar og er það miður.

Vegan lasagna innkallað vegna skorts á hveitimerkingu
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti við Vegan lasagna frá PreppUp sem Mealprep ehf. framleiðir.

Þingmenn Samfylkingar vilja aukið framboð grænkerafæðis
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis. Aðrir þingmenn flokksins styðja tillöguna.

Reif meðalaldurinn rækilega niður á súrkálsnámskeiði
„Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan,“ segir Arna Engilbertsdóttir 26 ára stílisti og matargrúskari sem opnaði nýverið matarsíðuna Fræ.com.

Ósætti eftir að borgarstjóri Lyon tók út kjötmáltíðir í skólum
Grégory Doucet, borgarstjóri frönsku borgarinnar Lyon, ákvað að ekkert kjöt yrði á matseðli skóla í borginni til þess að einfalda matarþjónustu skóla vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskur og egg er þó áfram hluti af skólamáltíðum, en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan nokkra ráðamenn.

Óvænt gleðitíðindi að íslenskt nautakjöt er með mun lægra kolefnisspor
Innlent nautakjöt er með allt að helmingi lægra kolefnisspor en erlent nautakjöt þegar reiknað hefur verið inn alþjóðlegt meðaltal fyrir kolefnisspor landnotkunar.

Óvæntar lokaniðurstöður í kvöld: „Er vistkerafæði lausnin fyrir kjötætur?“
„Við þurfum ekki að hætta að borða kjöt,“ segir Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari í lokaþætti af Kjötætum óskast sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington
Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum.