Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi? Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:00 Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun