Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton, Hulda Jónsdóttir Tölgyes, Klara Ósk Elíasdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa Líf Darradóttir og Valgerður Árnadóttir skrifa 5. desember 2024 19:02 „Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Vegan Jól Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
„Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun