Ísafjarðarbær

Vonsviknir Ísfirðingar bíða og HSÍ fær engin svör: „Það er dónaskapur“
„Við erum vægast sagt vonsvikin,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar á Ísafirði. Nýliðarnir nýttu hléið vegna HM til að blása til sóknar fyrir seinni hluta leiktíðar í Olís-deild karla í handbolta, en bíða enn eftir leikheimild fyrir afar öflugan leikmann sem félagið fékk frá Spáni.

Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri
Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins.

Helgi Jensson hefur störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum
Helgi Jensson hefur hafið störf sem lögreglustjóri á Vestfjörðum. Hann er skipaður í starfið frá 1. janúar 2013 en tilkynning var gefin út um skipunina fyrir jól, þar sem greint var frá því að hann hefði verið valinn úr hópi sex umsækjenda.

Opna safn á heimili Gísla á Uppsölum í Selárdal
Fyrirhugað er að opna safn á heimili Gísla á Uppsölum í Selárdal á Vestfjörðum árið 2025.

Stórt snjóflóð féll inn af Flateyri í gærkvöldi
Allstórt snjóflóð féll nærri Flateyri í gærkvöldi og stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg. Mesti hraði í flóðinu mældist upp á 54 m/s.

Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval
Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki.

Maðurinn sem skrifaði afdrifaríkustu frétt fjölmiðlasögunnar
„Ég heiti Andri Ólafsson og árið 2006 var ég blaðamaður á DV,“ segir viðmælandi þeirra Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur í nýjum þætti í hlaðvarpinu Eftirmál.

Varðskipið Þór viðbragðsaðilum til halds og trausts vegna veðurs
Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum sem liggur um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð klukkan 20:00 í kvöld vegna veðurs. Þá er varðskipið Þór komið vestur og verður viðbragðsaðilum til halds og trausts.

Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann
Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga.

Margvíslegar verðhækkanir um áramót
Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip
Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári.

Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum
Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring.

Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum
Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023.

Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar
Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni.

Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi.

Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ
Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð.

Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ
Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa.

Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn.

Bílslys á Hnífsdalsvegi: Allir úr lífshættu
Viðbragðsaðilar sem tókust saman á við umferðarslysið sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi komu saman í dag á rýnifundi.

Sjö ára drengur á meðal þeirra alvarlegu slösuðu
Einn þeirra þriggja sem eru alvarlega slasaðir eftir bílslysið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi er sjö ára gamall drengur. Fólkið sem slasaðist alvarlega er úr báðum bílunum.