Hvalfjarðarsveit

Fréttamynd

Gengur hundrað kíló­metra með hundrað kílóa sleða

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­trú­legt sveitabrúðkaup í Hval­firðinum

Ofurhlaupaparið Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son og Simona Va­reikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólms­kirkju í Hval­fjarðarsveit 6. apríl síðastliðinn, á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Líf og fjör var í athöfninni og dilluðu hjónin sér út kirkjugólfið við mikil fagnaðarlæti gesta.

Lífið
Fréttamynd

Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hval­fjarðar­göngum

Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur við Hvalfjarðarveg

Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Vestur­lands­vegi

Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Fundu ör­magna göngu­mann í nótt

Þyrlusveit Landhelgisgæslunar var kölluð út á þriðja tímanum í nótt til leitar að örmagna göngumanni á Skarðsheiði, á háhryggnum milli Heiðarhorns og Skessuhorns.

Innlent
Fréttamynd

„Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé gjör­sam­lega mis­boðið vegna upp­sagnar fé­lags­manns síns sem starfaði í steypu­skála hjá Norður­áli. Hann segir að starfs­manninum, sem starfaði í sau­tján ár hjá fyrir­tækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrir­tækið og mætt á fjöl­skyldu­skemmtun án þess að skrá sig.

Innlent
Fréttamynd

Vatna­skóga­strákum barst óvæntur risa styrkur

Nóa Pétri Ás­dísar­syni Guðna­syni og fé­lögum sem ætla sér að safna 36,5 milljónum króna í ár fyrir sumar­búðir KFUM og KFUK í Vatna­skógi, í til­efni af hundrað ára af­mæli þeirra, barst heldur betur ó­væntur liðs­styrkur. Tveir skógar­menn hafa heitið því að jafna hverja einustu gjöf upp að fimm milljónum króna nú í októ­ber og þar til 3. nóvember næst­komandi.

Lífið
Fréttamynd

Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó

Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu.

Innlent
Fréttamynd

Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði

Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali

Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk skil­orðs­bundinn dóm fyrir mann­dráp af gá­leysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur 8 varð fyrri til

Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu hvalirnir veiddir

Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fóru ekki út í morgun

Óhagstæð veðurskilyrði til hvalveiða hafa hindrað veiðar Hvals 8 og 9 í morgun. Afar ólíklegt er að Hval takist að veiða allan kvótann sinn að sögn líffræðings.

Innlent
Fréttamynd

Saga fyrr­verandi hval­skurðar­manns

Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti.

Skoðun