Blönduós

Leggja til að sameinað sveitarfélag fái nafnið Húnabyggð
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum nýsameinaðs sveitafélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Sameining Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykkt
Húnvetningar samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps með miklum meirihluta. Ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí.

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga
Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.

Geimgagnavinnsla hefst á Blönduósi
Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Boeralis á Blönduósi. Forstjóri Borealis segir ánægjulegt að geimgagnavinnsla sé að hefjast á Blönduósi.

Steig í ógáti á bremsu svo flugvélin hafnaði á hvolfi við Blönduósflugvöll
Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi við æfingar á grasi utan flugbrautar á Blönduósflugvelli 4. maí síðastliðinn.

Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“
„Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“

Kaupir meirihluta í Borealis Data Center
Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis.

Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.

Góður morgun í Blöndu
Þrátt fyrir að Blanda hafi farið afar rólega af stað er vonandi að lyftast brúnin á veiðimönnum sem standa þar vaktina.

Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi
Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift.

Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð
Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með.

Skagabyggð hafnar sameiningartillögu
Ekkert verður úr sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að íbúar Skagabyggðar felldu sameiningartillögu í íbúakosningu í dag. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni.

Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla
Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði.

Einkaflugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósi
Engan sakaði þegar lítil flugvél hlekktist á við lendingu nærri flugvellinum á Blönduósi. Tveir voru um borð í flugvélinni.

Rekinn frá Kormáki/Hvöt eftir viku í starfi - Mætti til leiks undir áhrifum áfengis
Fyrrum landsliðsmaðurinn Tryggvi Guðmundsson entist stutt í starfi hjá 4.deildarliði Kormáks/Hvatar.

Tryggvi flytur á Blönduós og snýr aftur í þjálfun
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, er orðinn þjálfari á nýjan leik en hann verður búsettur á Blönduósi í sumar og mun stýra liði Kormáks/Hvatar í 4. deild karla.

Kurr á sveitarstjórnarfundi eftir að fulltrúar Arion banka kynntu skerðingaráform
Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum Arion banka um að loka útibúi sínu í bænum og hefur falið sveitarstjóra að endurskoða framtíð bankaviðskipta sveitarfélagsins.

Kaupfélag selur líftæknifyrirtæki til kakósúpufabrikku
Matvælafyrirtækið Vilko og bætiefnaframleiðandinn Náttúrusmiðjan hafa keypt allt hlutafé í íslenska líftæknifyrirtækinu Protis sem hefur verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá upphafi.

Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska samþykktur með miklum meirihluta
Allt virðist stefna í að matvælaframleiðslufyrirtækin Kjarnafæði og Norðlenska muni sameinast.

Hnúfubakar sýna sig í Húnafirði
Það var mikið sjónarspil á Húnafirði í morgun þegar hópur hnúfubaka skaut upp kollinum í Húnafirði.