Akureyri

Fréttamynd

Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli

Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni.

Innlent
Fréttamynd

Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli

Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“

Skoðun
Fréttamynd

Flottur harmoníkuleikari úr Skagafirði

Einn efnilegasti og flottasti harmoníkuleikari landsins, Jón Þorsteinn Reynisson, sem er úr Skagafirði en býr á Akureyri hefur nú lokið framhaldsnámi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í harmonikuleik. Hann spilar á takkaharmonikku.

Lífið
Fréttamynd

Vilja að á­sakanirnar séu dregnar til baka

Karlmenn sem sátu á lista flokks fólksins á Akureyri í sveitastjórnarkosningunum í vor hafa krafist þess að þeir verði beðnir afsökunar á ásökunum sem beint var að þeim og þær dregnar til baka. Þrjár konur innan flokksins ásökuðu mennina um kynferðislegt áreiti og lítilsvirðingu.

Innlent
Fréttamynd

Málið sé yfir­grips­meira en nokkur bjóst við

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið.

Innlent
Fréttamynd

Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu

Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir vitnum að átökum

Lögreglan á Akureyri hefur óskað eftir því að vitni að átökum sem áttu sér stað síðdegis í miðbæ Akureyrar í dag gefi sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Ó­­á­­nægja með Icelandair á Akur­eyri

Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Þór verður Gríms­eyingum innan handar

Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ný kirkja risin í Gríms­ey

Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“

Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002.

Lífið
Fréttamynd

Otaði hnífi að fólki á veitingastað um miðjan dag

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir mann hafa verið handtekinn um miðjan dag í gær eftir að hann otaði hnífi að fólki á veitingastað á Akureyri. Hann er sagður hafa otað hnífnum að starfsfólki og viðskiptavinum og haft í hótunum við lögregluþjóna.

Innlent
Fréttamynd

Segir fram­kvæmda­stjóra ÍSÍ ekki segja rétt frá

Emilía Rós Ómarsdóttir íþróttakona segir ÍSÍ reyna að afsala sér allri ábyrgð í hennar máli ef marka megi umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins. Hún gagnrýnir orð stjórnenda ÍSÍ og segir að rétt skuli vera rétt.

Sport
Fréttamynd

Sam­úðar­kveðjur berast víða að til íbúa Blöndu­óss

Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Gætu tekið á móti fleiri lækna­nemum á Akur­eyri

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt.

Innlent