Viðskipti innlent

Fyrsta mathöllin handan við hornið á Akur­eyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
HAF STUDIO sér um hönnunina á mathöllinni á Glerártorgi.
HAF STUDIO sér um hönnunina á mathöllinni á Glerártorgi.

Stefnt er á að opna fyrstu mathöllina á Akureyri í maí eða um það leyti þegar ferðamenn streyma í auknum mæli til höfuðstöðvar Norðurlands. Sex veitingastaðir verða í rýminu.

Þetta kemur fram á vef Glerártorgs. Þar segir Kristján Ólafur Sigríðarson að rekstraraðilar sem lumi á girnilegum hugmyndum séu hvattir til að hafa samband.

„Það er löngu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri og við stukkum á tækifærið þegar það gafst. Um leið og við fórum af stað með verkefnið spruttu upp hinar og þessar hugmyndir um veitingastaði í mathöllinni og við hlökkum til að sjá allar þær nýju hugmyndir sem koma til með að berast okkur nú þegar við erum formlega búin að boða komu okkar. Ég hvet alla áhugasama um að hafa samband við okkur,“ segir Kristján Ólafur.

Hann tjáir Viðskiptablaðinu að mathöllin fái nafnið Iðunn. Hún verður staðsett í norðausturhluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður. Vodafone hefur flutt sig til á Glerárorgi í stærra rými á tveimur hæðum þar sem er meðal annars að finna stærsta hringskjá landsins í loftinu.

Mathöllin verður opin umfram almennan opnunartíma Glerártorgs og þurfa svangir og þyrstir gestir mathallarinnar því ekki að hverfa frá svæðinu þegar að verslanir loka.

Áform voru uppi um að opna mathöll á Glerárgötu 28 en ekkert hefur orðið af þeim.


Tengdar fréttir

Stækka Glerártorg og bæta við mathöll

Áform eru uppi um stækkun Glerártorgs sem mun þá innihalda 500 fermetra mathöll. Stefnt er að endurskipulagningu verslunarmiðstöðvarinnar og fjölgun bílastæða.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×