Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Árni Sæberg skrifar 25. janúar 2024 09:48 Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi. Axel Þórhallsson/samherji Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Í tilkynningu þess efnis segir að Sesselja Ingibjörg sé með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár hafi hún verið framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS. Þá hafi hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu grasrótarhreyfingin Norðanátt verið stofnuð, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Sesselja Ingibjörg hafi einnig starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun. Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun. Til húsa í gamla Landsbankahúsinu Í tilkynningu segir að í starfsemi Driftar EA verði lögð áhersla á verkefni á sviði matvælaframleiðslu, heilbrigðis- og lækningavöruframleiðslu, líftækni, hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og grænna lausna. Við undirbúning stofnunar Driftar EA hafi verið haft samráð við innlenda og erlenda aðila á ýmsum sviðum nýsköpunar- og fjárfestinga. Líkt og greint var frá rétt fyrir jól verður starfsemi Driftar EA í gamla Landsbankahúsinu við ráðhústorgið á Akureyri. Ný sókn í atvinnumálum á svæðinu „Þeir Kristján og Þorsteinn Már hugsa augljóslega stórt með stofnun Driftar EA, eins og oft áður. Allur undirbúningur hefur verið afar metnaðarfullur og með samstarfi við sérhæfða innlenda og erlenda aðila aukast möguleikar á að starfsemin skili raunverulegum árangri í framtíðinni. Með stofnun DRIFTAR EA er að hefjast ný sókn í atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu og táknrænt er að starfsemin verður í rótgrónum húsakynnum í hjarta Akureyrar, þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki fá vel búna aðstöðu til að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna. Það eru því skapandi tímar framundan og ég hlakka til að vera hluti vel mannaðar áhafnar,“ er haft Sesselju Ingibjörgu í tilkynningu. Nýsköpun Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að Sesselja Ingibjörg sé með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár hafi hún verið framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS. Þá hafi hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu grasrótarhreyfingin Norðanátt verið stofnuð, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Sesselja Ingibjörg hafi einnig starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun. Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun. Til húsa í gamla Landsbankahúsinu Í tilkynningu segir að í starfsemi Driftar EA verði lögð áhersla á verkefni á sviði matvælaframleiðslu, heilbrigðis- og lækningavöruframleiðslu, líftækni, hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og grænna lausna. Við undirbúning stofnunar Driftar EA hafi verið haft samráð við innlenda og erlenda aðila á ýmsum sviðum nýsköpunar- og fjárfestinga. Líkt og greint var frá rétt fyrir jól verður starfsemi Driftar EA í gamla Landsbankahúsinu við ráðhústorgið á Akureyri. Ný sókn í atvinnumálum á svæðinu „Þeir Kristján og Þorsteinn Már hugsa augljóslega stórt með stofnun Driftar EA, eins og oft áður. Allur undirbúningur hefur verið afar metnaðarfullur og með samstarfi við sérhæfða innlenda og erlenda aðila aukast möguleikar á að starfsemin skili raunverulegum árangri í framtíðinni. Með stofnun DRIFTAR EA er að hefjast ný sókn í atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu og táknrænt er að starfsemin verður í rótgrónum húsakynnum í hjarta Akureyrar, þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki fá vel búna aðstöðu til að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna. Það eru því skapandi tímar framundan og ég hlakka til að vera hluti vel mannaðar áhafnar,“ er haft Sesselju Ingibjörgu í tilkynningu.
Nýsköpun Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira