
F-listinn með meirihluta í Eyjafjarðarsveit
F-listinn fékk meirihluta atkvæða í Eyjafjarðarsveit á laugardag. Alls var 821 á kjörskrá í sveitarfélaginu og greiddu 587 atkvæði, eða 71,5%.

Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt
Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun.

Vörum bænda hent í gáma við verslanir eftir síðasta söludag
Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki.

Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil
Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst.

Veiruskita herjar á kýr
Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú.

Markaðsstjóri Smáralindar ráðin framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði
Tinna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógarbaða ehf., nýja baðstaðarins í Eyjafirði sem til stendur að opna á næsta ári.

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins
Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.

Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa
Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur.

Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu.

Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd
Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu.

Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá
Eyjafjarðará er oftar og oftar að skila á land vænum fiskum sem sýnir að sú regla að sleppa aftur fiski er að skila þeim stærri til baka.

Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit.

Hiti við 20 gráður fyrir norðan
Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norðurlandi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veðurstofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skagafirðinum og á torfum í Eyjafirði.

Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi
Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.

Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð.

Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því.

Dæmi um að einstaklingar undir tvítugu þurfi jólaaðstoð
Dæmi eru um að einstaklingar undir tvítugu þurfi að sækja sér jólaaðstoð hjálparsamtaka á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir komandi jól. Umsókum um aðstoð hefur fjölgað um þriðjung á milli ára.

Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað
Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir.

Staðið vaktina í 25 ár og er farinn að minna á jólasveininn
Jólahúsið á Akureyri þekki margir enda hefur Benedikt Ingi Grétarsson og fjölskylda hans lagt sig gríðarlega fram að gera húsið og umhverfið allt um kring eins ævintýralegt og hugsast getur.

Yfirjólasveinninn vill að sem flestir baki fyrir jólin
Yfirjólasveinninn í jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit hvetur landsmenn alla til þess að spreyta sig á smákökubakstri fyrir þessi jól.