Flóahreppur

Fréttamynd

Hestar eru með 36 til 44 tennur

Tannheilsa íslenskra hesta er afar mikilvæg og því eru starfandi sérstakir hestatannlæknar hér á landi, sem hafa meira en nóg að gera.

Innlent
Fréttamynd

Forystuærin Flug­freyja í upp­á­haldi hjá Guðna

Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum.

Innlent
Fréttamynd

Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út

Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­stjóri óskaði eftir helmingi minni launa­hækkun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hrútaskráin lesin í eld­húsinu, rúminu og á salerninu

Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð.

Lífið
Fréttamynd

Út og suður um sam­göngur

Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi sést enn betur en áður að fjárfesting í nýjum flugvelli í Hvassahrauni er hæpin í meira lagi. Ofan á aðrar efasemdir bætist að Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrota svæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð og ekki er gott að hafa báða aðal flugvelli landsmanna á eldvirku nesi, sömu megin við Höfuðborgarsvæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi

Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag.

Innlent
Fréttamynd

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunverðarkörfu

Eldri borgar í Flóahreppi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunarverðarkörfu að gjöf til íbúa níutíu ára og eldri í tilefni dagsins. Um var að ræða sjö heimili í sveitinni.

Innlent
Fréttamynd

Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum

„Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Allir“ eru að kaupa sér hænuunga

Eftirspurn eftir hænuungum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú enda hefur hænsnaræktandi á Suðurlandi ekki undan að fylla útungunarvélar sína af eggjum og taka í kjölfarið á móti spriklandi ungum og afhenda víða um land.

Innlent
Fréttamynd

Vorverkin ganga vel í sveitinni

Sunnlenskir bændur eru ánægðir með hvernig vorið fer af stað enda vorverkin komin á fullt á öllum bæjum. Það er helst bleytan sem gerir bændum erfitt fyrir enda ekki gott að keyra á túnum til dæmis með áburð í mikill bleytu. Sauðburður stendur einnig, sem hæst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu

Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir verktakar vilja smíða Ölfusárbrú

Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs og stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu brúarinnar ljúki árið 2026.

Innlent
Fréttamynd

Klaufir snyrtar í sérstökum klaufsnyrtibás

Þeim líður vel á eftir kúnum, sem fá klaufsnyrtingu í nýjum klaufsnyrtibás, sem Kynbótastöð Suðurlands var að festa kaup á. Mjög mikilvægt er að snyrta klaufir kúa líkt og hjá mannfólkinu þegar við klippum á okkur neglurnar.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú

Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim.

Innlent
Fréttamynd

Keyra út nýja flokkunartunnu í Flóahreppi

Félagar í Ungmennafélaginu Þjótanda í Flóahreppi hafa haft nóg að gera um helgina við að fara með nýjar sorptunnur á heimili í sveitarfélaginu en frá og með næstu áramótum tekur við nýtt flokkunarkerfi um allt land við heimili fólks í fjórum tunnum samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.

Innlent