Kjaramál

Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann
Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum.

Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt
Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara.

Búast við að ljúka gerð samninga í nótt
Mikill yfirlestur stendur yfir.

Fjármálaráðherra segir kjör öryrkja og eldri borgara taka mið af almennri þróun
Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum.

Vongóður um að vinnu við nýja kjarasamninga ljúki hjá iðnaðarmönnum í dag
Talsmaður samflots iðnaðarmanna segist vongóður um að vinnu við nýja kjarasamninga ljúki í dag. Fundur hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun.

Við ætlum að breyta þjóðfélaginu
Sá tími er liðinn að verkalýðshreyfingin sé bara í baráttuhug einu sinni á ári. Þetta sagði formaður Eflingar í ræðu sinni á baráttudegi verkalýðsins.

"Nú er tími þess að við verðum öll sýnileg runninn upp“
96 ár eru síðan fyrsta kröfugangan var farin á 1. maí á Íslandi. Síðan þá hefur margt áunnist í baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum. Í dag fóru fram hátíðarhöld í yfir 30 sveitarfélögum.

Baráttuandi í bænum
Fjöldi fólks kom saman á Ingólfstorgi í dag á útifundi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun
Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag.

Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun.

„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan.

Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag
Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara.

„Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“
Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar.

„Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“
Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur.

Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA
Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna.

Iðnaðarmenn aftur að fundarborðinu á morgun
Fundi samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag. Áfram verður fundað á morgun.


„Allt þetta er leikrit“
Sólveig Anna Jónsdóttir segir frá lífi sínu og átökunum í nýafstaðinni kjarabaráttu. "Ég hef unun af því þegar stéttaátökin er afhjúpuð,“ segir hún um harða gagnrýni á störf sín.

Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri
Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi.

Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn
Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa.

Samþykkt samninga fagnað
Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru 3. apríl síðastliðinn voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Forsætisráðherra og aðilar vinnumarkaðarins fagna niðurstöðunum sem kynntar voru í gær.

Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga
Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári.

Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar
Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu.

Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta
Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir.

SA samþykkti kjarasamninga með 98% atkvæða
Samtök atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019-2022 sem skrifað var undir 3. apríl.

Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“
Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum.

Formenn sáttir við þátttöku í atkvæðagreiðslum um samninga
Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.

Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga
Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent.

Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt
Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.

Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS
Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent.