Skúra, skrúbba og bóna Flosi Eiríksson skrifar 31. október 2019 08:00 Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar