Skoðun

Hæðst að vinnandi fólki

Sigríður Dóra Sverrisdóttir skrifar
Á Vísi á föstudaginn 1. nóvember birtist frétt þar sem vitnað var í ræðu Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samninganefndar sveitarfélaganna, sem hún flutti í vor síðastliðnum á fundi sveitarstjórnarmanna.

Í ræðunni hæðist Inga Rún að kröfugerð stéttarfélaganna í landinu, bæði BSRB og félaga innan ASÍ og snýr síðan út úr eintökum atriðum. Þessi makalausa ræða er flutt í lok mars, áður en eiginlegar samningaviðræður hófust milli aðila, skilst mér og ekkert komið fram um forgangsröðina á einstökum kröfum.

Ég man ekki eftir því að hafa heyrt forvígismann atvinnuveitanda tala af slíkri fyrirlitningu til vinnandi fólks og samtaka þeirra, það er greinilegt að hún er ekki í neinum tengslum við okkur sem vinnum hjá sveitarfélögunum og finnst störfin sem við sinnum ómerkileg og ekki ástæða til að við höfum föt og annan aðbúnað í lagi.

Mér finnst vanvirðingin slík í þessu viðtali að erfitt að sjá hvernig hægt sé að ræða saman af heilindum framhaldinu. Ég sem starfsmaður hjá sveitarfélagi til 36 ára krefst þess að að hún segi af sér og sveitarfélögin velji nýjan formann samninganefndar svo hægt sé að ná samningum.



Höfundur er stuðningsfulltrúi á leikskólanum Brekkubæ, Vopnafirði.





Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×