Lýst eftir stefnu og ábyrgð stjórnvalda Unnur Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:15 Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Unnur Pétursdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun