Kjaramál

Fréttamynd

Skilin eftir á SAk

Hjúkrunarfræðingar skrifuðu undir kjarasamning í lok árs 2024. Þar sem samið var um nýja launatöflu þá þurfti að endurskoða alla stofnanasamninga. Nú hafa 8 af hverjum 10 hjúkrunarfræðingum fengið slíkan samning. Fáar stofnanir á landsbyggðinni sitja hins vegar eftir þar sem ekki hefur ekki verið gengið frá þessum síðari hluta kjarasamnings.

Skoðun
Fréttamynd

Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar

IHS, sem gekk þar til nýlega undir heitinu Innheimtustofnun sveitarfélaga, hefur verið dæmd til að greiða konu rúmlega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna kynbundinnar mismununar í formi lægri laun en karlkyns samstarfsmenn hennar nutu. Yfir tæplega þriggja ára tímabil á árunum 2019 til 2022 fékk hún fimmtán milljónum króna minna greitt en karlmaður í sömu stöðu lögfræðings hjá stofnuninni.Svo virðist sem kynbundinn launamunur hafi verið lenskan hjá stofnuninni enda var hún dæmd til að greiða annarri konu 19 milljónir af sömu sökum árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Stóladans þing­manna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Berg­þórs

Hlutverkaskipti þingmanna í hinum ýmsu nefndum á Alþingi hafa ekki aðeins áhrif á stöðu þingmanna og hlutverk þeirra á þinginu heldur einnig á launatékka þeirra. Þannig má gera ráð fyrir að laun Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, lækki um tæpar 250 þúsund krónur á mánuði eftir að hann vék sem þriðji varaforseti þingsins í fyrradag. Á móti hækka laun Bergþórs Ólasonar sem tók sætið í stað Karls Gauta. Laun þingmanna fara á hreyfingu í hvert sinn sem þeir gera ákveðin sætaskipti þar sem sérstak álag er greitt á laun fyrir ákveðin hlutverk í þinginu.

Innlent
Fréttamynd

4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár

Í október 2024 biðu 4.865 börn eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi á Íslandi og mörg þeirra munu bíða í allt að fjögur ár eftir aðstoð. Þetta eru ekki bara tölur á blaði, þetta snýst um velferð þúsunda barna.

Skoðun
Fréttamynd

Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður

Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræðamál hjá Haf­ró og Land­spítala bera af í fjölda og kostnaði

Íslenska ríkið greiddi mestar bætur vegna starfsmannamála innan Landspítala og Hafrannsóknarstofnunar á árunum 2015 til 2024. Nemur upphæðin um 239 milljónum króna en í heild greiddi ríkið 642 milljónir króna í kjölfar úrskurða eða dóma er varða ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hóf­lega bjart­sýnn á við­ræður dagsins

Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist hóflega bjartsýnn á að viðræður dagsins hjá ríkissáttasemjara gangi vel. Samninganefndir FÍF og Samtaka atvinnulífsins ganga inn á fund klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

„Vonandi klárast þetta á morgun“

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stuttur fundur og hittast næst á mánu­dag

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á hádegi í dag og næsti fundur boðaður á mánudag. Engar frekari verkfallsaðgerðir eru áætlaðar að svo stöddu segir formaður Félags flugumferðastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fresta fundi til tíu í fyrra­málið

Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“.

Innlent
Fréttamynd

„Von­brigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“

Formaður félags flugumferðastjóri segir vonbrigði hve lítið hafi komið út úr fundi félagsins við fulltrúa samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasamjara í gær. Rúmur sólarhringur er þar til næstu verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Fundi frestað þar til á morgun

Fundi deiluaðila í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hefur verið frestað til klukkan ellefu á morgun. Ríkissáttasemjari frestaði fundi nú klukkan sex í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir fé­laga í Eflingu segjast líða skort

Fjárhagsstaða félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu er mun lakari en félaga í öðrum stéttarfélögum og þúsundir þeirra segjast líða verulegan skort. Efling segir að tveir af hverjum fimm félagsmönnum sínum lifi við fátækt.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki af­skipti ríkis­stjórnarinnar af verk­fallinu

Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall flug­um­ferðar­stjóra hafið

Verkfall flugumferðarstjóra er nú hafið og stendur fyrsta lota þess til klukkan þrjú í nótt. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir miður að staðan sé þessi. Hann vonast til þess að hægt verði að semja í vikunni og á von á því að boðað verði til fundar á morgun eða hinn. Hann sé tilbúinn til að funda verði það gert.

Innlent
Fréttamynd

Flug­um­ferðar­stjórar verði að sætta sig við sömu launa­hækkanir og aðrir

Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt flug á á­ætlun á verkfallstíma

Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Segir ó­tækt að fá­mennur hópur geti lokað landinu

Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöndum saman fyrir ís­lenskan flug­rekstur

Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrst heimsfaraldur, svo náttúru­ham­farir, þá gjald­þrot og nú verk­föll!

Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni.

Skoðun