Taíland

Meira en þúsund fílar eiga á hættu að svelta vegna faraldursins
Fílarnir og umsjónarmenn þeirra hafa treyst á tekjur frá ferðamönnum. Þeir eru nú mun færri en áður og útlitið því svart.

Fyrsta veirutengda dauðsfallið í Bandaríkjunum staðfest
Um var að ræða mann á sextugsaldri með undirliggjandi heilsufarsvandamál.

Hermaðurinn skotinn til bana
Taílenski hermaðurinn Jakraphanth Thomma, sem myrti 26 manns þegar hann gekk berserksgang í taílensku borginni Nakhon Ratchasima í gær, hefur verið skotinn til bana

Minnst tuttugu í valnum og hermaðurinn gengur enn laus
Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi.

Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima
Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu.

Íslendingur lést í fallhlífarstökki í Taílandi
Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag.

Taílenska lögreglan seldi borgara bíl fullan af amfetamíni
Um var að ræða bifreið að gerð Honda CR-V en umræddur bíll var gerður upptækur í tengslum við fíkniefnamál á síðasta ári.

Hellabjörgunarmaður lést af völdum blóðeitrunar
Liðsmaður björgunarteymisins sem bjargaði tólf drengjum og fótboltaþjálfara þeirra úr helli í Taílandi á síðasta ári, er látinn af völdum blóðeitrunar sem hann fékk á meðan á björgunaraðgerðum stóð.

Fimmtán látnir eftir árás í suðurhluta Taílands
Talsmenn taílenskra yfirvalda segja fórnarlömbin sjálfboðaliða í öryggissveitum sem hafi sinnt eftirliti vegna uppþota múslima í þremur syðstu héruðum landsins.

Taílenski hellirinn opnar á ný
Búið er að opna hellakerfið í Taílandi, þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra urðu innlyksa á síðasta ári, á ný fyrir gestum.

WOW enn á flugi í Tælandi
Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum.

Konungurinn rak sex „einstaklega illa“ starfsmenn
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur rekið sex starfsmenn sína nokkrum dögum eftir að hann svipti opinbera frillu sína öllum hennar titlum.

Frilla konungs Taílands fallin í ónáð
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn "konungleg hjákona“.

Fimm fílar drápust þar sem þeir reyndu að bjarga fílsunga
Sex fílar, þar af einn þriggja ára fílsungi, drápust við foss í taílenskum þjóðgarði í gær.

Íslenskur hjólreiðamaður slasaðist í Taílandi
Íslenskur hjólreiðamaður á fimmtugsaldri varð fyrir því óláni um helgina að slasast í hjólreiðaslysi í taílensku borginni Chiang Mai.

Musk þarf að mæta fyrir dóm vegna ærumeiðinga
Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur verið ákærður fyrir að kalla breskan kafara, sem kom drengjum sem festust í helli í Taílandi til bjargar, barnaníðing.

Konungur Taílands genginn út
Konungskjölskyldan greindi frá þessu fyrr í dag, nokkrum dögum fyrir opinbera krýningarathöfn konungsins.

Íslenskur vert stórslasaður eftir mótorhjólaslys í Taílandi
Frí á Hua Hin-eyju tók hörmulega stefnu eftir slys.

Björguðu sex fílsungum úr leðju
Starfsmenn Thap Lan þjóðgarðsins í Taílandi björguðu í gær sex fílsungum sem sátu fastir í stórum leðjupolli.

Vonsvikin prinsessa
Tími Ubolratana, prinsessu og systur Taílandskonungs, sem forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunar f lokks Taílands var stuttur og sagði prinsessan í gær að það ylli henni vonbrigðum.