Ástralía

Fréttamynd

Breskum manni banað af hákarli í Ástralíu

Maðurinn sem dó í hákarlaárás í Sydney í Ástralíu í gær var 35 ára Breti. Hann hét Simon Nellist og bjó í Ástralíu þar sem hann starfaði við að kenna köfun. Breskir miðlar segir Nellist hafa verið að æfa sig fyrir góðgerðasund þegar hákarl réðst á hann.

Erlent
Fréttamynd

Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn

Maður sem var á sundi undan ströndum Sydney í Ástralíu í morgun var drepinn af hákarli. Nokkur vitni voru að árásinni sem var einungis nokkra metra frá landi og segja vitnin að hvítháfur hafi banað manninum.

Erlent
Fréttamynd

Kóalabirnir í útrýmingarhættu

Kóalabirnir í Ástralíu eru nú komnir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu á austurströnd landsins en gríðarleg fækkun hefur orðið í stofninum síðustu árin.

Erlent
Fréttamynd

Framtíð Nágranna í mikilli hættu

Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu

Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Höfðum stolið úr grafhýsum í kirkjugarði í Melbourne

Lögregluyfirvöld í Melbourne í Ástralíu rannsaka nú þjófnað á höfðum sem var stolið í Footscrey-kirkjugarðinum. Þjófnaðirnir áttu sér stað í tveimur aðskildum atvikum í janúar en lögregla segir ómögulegt að segja hvað hinum óprúttnu aðilum gengur til.

Erlent
Fréttamynd

Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið

Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða

Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Erlent
Fréttamynd

Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið

Á Tonga-eyja­klasanum er um­horfs eins og á Tunglinu eftir gríðar­legt ösku­fall eftir neðan­jarðar­eld­gosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt ösku­lag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án raf­magns og síma­sam­bands síðan í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar vísa Djokovic úr landi

Yfirvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að fella vegabréfsáritun serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic úr gildi öðru sinni.

Sport
Fréttamynd

Hitinn víða upp undir 50 stig

Hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Ástralíu og víða hefur hitinn þar náð hæðum sem aldrei hafa sést áður. Í bænum Roebourne náði hitinn til að mynda 50 gráðum á celsíus kvarðanum en fyrra met féll árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála

Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína.

Erlent
Fréttamynd

Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar.

Sport