Stjórnsýsla

Ný stofnun um húsnæðismál
Félagsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda um sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun

„Með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra í tengslum við það að hann hafi verið kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingabankans, AIIB.

Að taka erfiðar ákvarðanir án þess að selja sál sína
Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda.

36 sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa í samgönguráðuneytinu
Alls bárust 36 umsóknir um starf upplýsingafulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem auglýst var laust til umsóknar í júní.

Þórólfur enn undrandi og leggst yfir gögnin frá hæfnisnefnd
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað.

Börn úr þremur fjölskyldum uppfylla skilyrði nýrrar reglugerðar
Útlit er fyrir að sex börn í þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði nýrrar reglugerðar sem dómsmálaráðherra setti síðastliðinn föstudag.

Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda
Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að það væri gjörbylting ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda.

Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga.

Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni.

Opnir fundir um þjóðgarð
Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur nú boðað til opinna funda. Sveitarfélög víða um land hafa almennt lagst gegn þessum áformum.

Fjölmenn mótmæli í miðborginni
Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni.

Vigdís hafði lög að mæla um Íslandspóst og Isavia
Hinn umdeildi borgarfulltrúi segir engan spámann í sínu föðurlandi.

Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins
Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja.

Fyrrum ráðherra talinn hæfastur
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA).

Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar
Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu.

Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna
Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði.

Hátt í tuttugu milljónir settar í erlenda samfélagsmiðla
Ráðuneytin og undirstofnanir hafa keypt auglýsingar og kostaðar dreifingar á erlendum samfélagsmiðlum fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á síðustu árum. Slík kaup hafa aukist mikið á undanförnum árum. Stefnuleysi segir þingmaður.

Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia
Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga

Setur reglur um sektarheimildir Jafnréttisstofu
Drög að reglugerð um heimild Jafnréttisstofu til að leggja dagsektir á var sett til kynningar á samráðsvef stjórnvalda þann 28. júní síðastliðinn.

Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni
Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna.

Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa
Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl.

Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu
Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi.

Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“
Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla.

Katrín segir Katrínu á villigötum
Stjórnarskrárfélagið sendir forsætisráðherra tóninn og krefst þess að hún standi með almenningi.

Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar
Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar.

16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins.

Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli
Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á rannsókn borgarinnar á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur.

Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað
Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins.

Fjöldi reglugerða margfaldast
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að óháð efni reglna hljóti að vakna spurning um hvort ekki sé mikilvægt að gæta hófs í fjölda til að auðveldara sé að fara eftir þeim. Smærri fyrirtæki bera þyngstu byrðarnar.

Sextán hlutu Fálkaorðuna á þjóðhátíðardaginn
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2019, sæmdi forseti Íslands sextán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.