Þjóðkirkjan

Fréttamynd

Jú, það er komið nóg

Eftir fordæmalausa þolinmæði þjóðarinnar gagnvart stjórnarmyndun þingmeirihlutans hefur nú loksins litið dagsins ljós fjárlagafrumvarp ársins 2022. Fá hafa vafalaust iðað meira í skinninu eftir því að blaða í rafrænum talnarunum fjárlaga heldur en forsvarsfólks þeirra félagasamtaka sem eiga starfsemi sína að einhverju leyti undir þeim tölustöfum sem birtast svart á hvítu í frumvarpinu.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki komið nóg?

Það vekur athygli á þessu tímum, þegar stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að verja bæði fyrirtæki og einstaklinga fyrir því gríðarlega tekjufalli sem svo margir urðu fyrir í kjölfar covid 19, að lesa það í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að „þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 985 kr. á mánuði árið 2022 fyrir hvern einstakling...“.

Skoðun
Fréttamynd

Allt sem þú vissir ekki um sóknar­gjöld

Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll.

Skoðun
Fréttamynd

Að sá efa­semdar­fræjum í um­ræðunni til að af­vega­leiða hana

Áður en lengra er haldið vil ég þakka Pétri G. Markan, biskupsritara, kærlega fyrir grein hans, „Gögnin liggja fyrir”, sem hann birti í kjölfarið á minni grein um sama efni, en það er nokkuð óvanalegt að kirkjunnar fólk sé tilbúið að taka svona opna og hreinskipta umræðu um kirkjujarðasamkomulagið og forsendur þess.

Skoðun
Fréttamynd

Gögnin liggja fyrir

Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana.

Skoðun
Fréttamynd

For­réttinda­blind kirkja í bata

Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkjuþing rægir klerka

Miðvikudaginn 27. október sl. birtist hreint makalaus grein í Fréttablaðinu þar sem er greint frá umræðum á Kirkjuþingi. Í grein þessari er að finna slíkan róg og dylgjur um siðferði og heilindi heillar stéttar að annars eins gerast varla dæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til veru­lega fækkun presta á lands­byggðinni

Tillaga um fækkun stöðugilda presta hjá Þjóðkirkjunni um 10,5 verður lögð fyrir kirkjuþing sem fram fer í um helgina og í byrjun næstu viku. Flest stöðugildin sem lagt er til að verði aflögð eru á landsbyggðinni. Samkvæmt tillögum verða stöðugildi presta á landinu þá alls 134,7 og fækkar þeim um 10,5.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum

Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Markan tekur við sem biskups­ritari

Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn nýr biskupsritari. Pétur, sem hefur gegnt stöðu samskiptastjóra Biskupsstofu, tekur við starfinu af Þorvaldi Víðisyni sem nýverið var ráðinn prestur í Fossvogsprestakalli.

Innlent
Fréttamynd

Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni

Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember.

Innlent
Fréttamynd

Dyrum Cösu Christi lokað og MR-ingar fá inn í Dómkirkjunni

MR-ingar munu ekki nema í húsinu Casa Christi í vetur. Úttekt var gerð á húsinu og skýrslu um ástand þess skilað fyrir skólabyrjun í haust og varð þá ljóst að ekki sé boðlegt að kenna í húsinu. Nemendur þurfi því að leita yfir Lækjargötuna í von um kennslu.

Innlent
Fréttamynd

„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti

„Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar.

Innlent