Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. janúar 2023 08:01 Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun