Rafmyntir

Reyna að hafa rafmynt af fólki með hótunum
Viðtakendur svindlpóstanna eru varaðir við því að senda svikahröppunum fjármuni.

Milljarðar í rafmyntum læstir inni eftir að stofnandi kauphallar lést
Hann var sá eini sem vissi lykilorðið

Bitcoin notuð í Hvíta-Rússlandi
Viðskiptafólk og spákaupmenn í Hvíta-Rússlandi geta nú keypt hlutabréf, gull og erlendar myntir með bitcoin og öðrum stórum rafmyntum. Fjárfestingarfyrirtækin VP Capital og Larnabel Ventures tilkynntu þetta í gær.

Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum
Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen.

Bitcoin "algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs
Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku.

Reyndu að kúga fé af Páli
Óprúttnir aðildar reyndu að kúga fé af Páli Stefánssyni ljósmyndara um tæpa milljón í rafmynt í skiptum fyrir að fá aftur 10 þúsund ljósmyndir sem áttu að birtast í nýrri bók hans, Hjarta Íslands.

Rekinn fyrir að breyta skólanum í gagnaver
Skólastjóri í Kína hefur verið rekinn eftir að upp komst að hann hafði falið fjölda tölva í skólabyggingunni sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntum.

Fjármálaráðuneytið sagt hafa eytt milljörðum í Bitcoin-fyrirtæki í falsfrétt
Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim.

Borgar bændum fyrir að fá að grafa eftir rafmyntum á bæjum þeirra
Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari við Keili, og rafmyntanámuvinnsla hennar í Sandgerði og nágrenni og bóndabæjum hefur vakið athygli en fjallað er um starfsemi Kristu á bresku fréttasíðunni Wired

Virði Bitcoin hríðfellur
Bitcoin og aðrar rafmyntir hafa hríðfallið í verði í dag en fjárfestar óttast að stöndug fyrirtæki á Wall Street séu að verða afhuga stafrænum gjaldmiðlum

Sindri Þór áfram í farbanni
Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október.

Umhverfisógn eyris?
Rafeyrir verður til með því að láta öflugar tölvur leysa flóknar stærðfræðiþrautir á sem skemmstum tíma.

Sindri áfram í farbanni ásamt tveimur öðrum
Verða í farbanni til 24. ágúst.

Öruggara á internetinu
Bálkakeðjur er tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. Stórskotalið heldur fyrirlestra á ráðstefnu um efnið í Hörpu.

Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin
Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni.

Tölvurnar eru enn ófundnar
Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ.

Auðæfi Björgólfs Thors meðal annars sögð felast í rafmyntum
Björgólfur Thor Björgólfsson er í 1.215. sæti á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tvo gáma til rannsóknar
Samkvæmt frétt á vef Eyjafrétta tengjast gámarnir stórfelldum þjófnaði úr gagnaveri í Reykjanesbæ.

Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana
Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum.

Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum
Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn.