Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2025 08:54 Javier Milei, forseti Argentínu, á í vök að verjast eftir að hann auglýsti rafmynt sem hrundi í verði rétt á eftir. AP/Ennio Leanza/Keystone Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Argentínu hóta því að kæra Javier Milei, forseta, fyrir embættisglöp eftir að hann auglýsti rafmynt á samfélagsmiðli. Rafmyntin hrundi í verði skömmu síðar. Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot. Argentína Rafmyntir Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot.
Argentína Rafmyntir Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent