Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brott­för og fær endur­greitt

Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.

Neytendur
Fréttamynd

Fár­veik í París

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, er á ferðalagi um Frakkland með eiginmanni sínum, Ragnar Einarssyni, forstöðumanni færsluhirðingar hjá Landsbankanum. Linda segir að París hafi staðist allar væntingar þrátt fyrir veikindi hafi sett strik í reikninginn.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar aldrei verið ferðaglaðari

Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár.

Neytendur
Fréttamynd

Hundrað þúsund ferða­menn heim­sóttu Jökuls­ár­lón í júlí

Það hefur verið meira en nóg að gera hjá landvörðum á Jökulsárlóni í sumar við að sinna og þjónusta ferðamenn því þangað komu um hundrað þúsund ferðamenn í júlí og reiknað er með svipuðum fjölda nú í ágúst og september. Forvitnir selir á svæðinu vekja alltaf mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

„Yngsti „self made“ milljóna­mæringur undir þrí­tugu“

Eigendur Metta Sport, Pétur Kiernan og Samúel Ásberg O’Neill, eru nýkomnir heim úr sumarfríi í Króatíu ásamt kærustum sínum, Valdísi Hörpu Porcu og Þuríði Guðrúnu Pétursdóttur. Ferðalagið einkenndist af sólríkum dögum og vellystingum ef marka má myndir á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Víkurverk hefur allt fyrir ferða­lagið og meira til

Þessa dagana stendur yfir útsala hjá Víkurverk þar sem vörur eru á allt að 50% afslætti. Víkurverk býður upp á fjölbreytt úrval af vörum fyrir ferðalagið, á pallinn, í veiðina eða lautarferðina auk þess að bjóða upp á gott úrval af gjafavöru.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Húsvíkingur á Norður­pólnum segir sögu merkustu land­könnuða 20. aldar

Húsvíkingi hefur verið falið að segja heiminum söguna af því þegar tveir frægustu landkönnuðir 20. aldarinnar héldu í leiðangur á Norðurpólinn. Örlygur Hnefill Örlygsson er nú, ásamt afkomendum brautryðjendanna, í fimmtán daga leiðangri á pólnum þar sem hann fangar sögu þeirra í heimildarmynd. Fréttastofa fékk að kíkja í heimsókn hjá pólfaranum á Húsavík áður en hann fór í reisuna miklu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum að­gerðum í Reynisfjöru

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Innlent
Fréttamynd

Vara­samar að­stæður fyrir ferða­langa

Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Hvað á að gera um Verslunar­manna­helgina?

Verslunarmannahelgin er framundan, án efa ein stærsta ferðahelgi ársins. Veðurspáin hingað til er heldur leiðinleg um allt land svo í stað þess að elta sólina þetta árið getur landinn leitað á viðburði sem þeim finnst mest spennandi. 

Innlent
Fréttamynd

Rok og rigning sama hvert er litið

Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur áður verið fýsilegri en hún er í ár. Veðurfræðingur spáir roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal.

Veður